Strákarnir tóku sig til og „skutu“ egg, skinku og vatnsblöðru með púðurskotum til að sýna hvaða afleiðingar slík skot geta haft. Niðurstaðan er að þau geta haft miklar afleiðingar og þá sérstaklega í miklu návígi.
Þó það séu ekki byssukúlur í púðurskotum þeytast púðuragnir út úr hlaupi byssu sem notuð er til að skjóta púðurskotum og þeim fylgja einnig eldur og höggbylgja.