„Líður eins og þú sért einn í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 07:01 David Raya hefur spilað fyrir Brentford síðan 2019. Alex Davidson/Getty Images David Raya, markvörður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, segir að markmannsstaðan sé sú erfiðasta á knattspyrnuvellinum vegna þess hversu strembin hún er andlega. Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira