Miami Heat stal leik eitt í Garðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 09:00 Það virðist enginn geta stöðvað Jimmy Butler. Adam Glanzman/Getty Images Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eru farin af stað. Í nótt fór fram fyrsti leikur einvígisins í Austurdeildinni þar sem Boston Celtics tók á móti Miami Heat. Fór það svo að Heat vann sjö stiga sigur, lokatölur 116-123. Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Allir veðbankar og allir spekingar vestanhafs – sem og víðar – spá því að Boston vinni einvígið og fari í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð. Það virtist stefna í það en Boston var betri aðilinn framan af leik næturinnar og leiddi mest með 13 stigum. Í þriðja leikhluta leiksins snerist taflið hins vegar við. Sóknarleikur Miami fór bókstaflega á flug á meðan heimamenn hikstuðu. Miami vann leikhlutann með 21 stigi eftir að skora alls 46 stig í leikhlutanum. Gestirnir skoruðu ekki yfir 30 stig í hinum þremur leikhlutum leiksins. PLAYOFF JIMMY IN #PLAYOFFMODE HEAT LEAD BY 6, 27.7 SECONDS TO GO pic.twitter.com/KEWF32XyQG— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þó Celtics hafi haldið spennu í þessu í fjórða leikhluta var það Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] Butler sem tryggði Miami Heat mikilvægan sigur í TD Garden í Boston. Leikurinn vannst á endanum með sjö stigum, 116-123. Butler fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 35 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst á þeim 43 mínútum sem hann spilaði. Þar á eftir kom Bam Adebayo með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Jimmy Butler leads the #8 seed @MiamiHEAT to a road win in Game 1 of the ECF!35 PTS7 AST 6 STL (Playoff career high) Game 2: Friday, 8:30 PM ET on TNT pic.twitter.com/GXX7eHrOxy— NBA (@NBA) May 18, 2023 Þeir Gabe Vincent, Max Strus, Caleb Martin og Kyle Lowry skoruðu allir 15 stig á meðan gamla brýnið Kevin Love skoraði 8 stig og tók 6 fráköst. Í liði Celtics var Jayson Tatum stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og staka stoðsendingu. Jaylen Brown kom þar á eftir með 22 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á meðan Malcolm Brogdon skoraði 19 stig. The @MiamiHEAT open the East Finals with a win in Boston!MIA/BOS Game 2: Friday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/B29HgDdUvd— NBA (@NBA) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira