Segir liðsfélaga sinn vera einn besta leikmanns heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 15:01 Þessir ná frekar vel saman. Megan Briggs/Getty Images Kyle Lowry sparaði ekki hrósið á Jimmy Butler, liðsfélaga sinn hjá Miami Heat, eftir sigur á Boston Celtics í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira