Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2023 12:14 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS. Vísir/Arnar Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill. Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Netþrjótar, hliðhollir málstað Rússa, beindu sjónum sínum að íslenskum netinnviðum í aðdraganda leiðtogafundarins og á meðan hann stóð yfir. Þeim tókst að taka nokkrar vefsíður niður um stundarsakir, en yfir það heila var lítill skaði unninn. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir álagið hafa minnkað til muna eftir að fundinum lauk. „Það hefur ekkert raunatvik gerst síðastliðinn sólarhring. Það hafa verið áframhaldandi tilraunir til álagsárása á vefinnviði, en varnirnar virðast hafa verið að taka þetta nokkuð létt síðasta sólarhring,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS. Viðbragð við árásunum hafi gengið vel og samhæfing við rekstraraðila sömuleiðis. Þrjótarnir ánægðir með sig Nokkrar árásir hafi borið einhvern árangur, þó skaðinn hafi ekki verið mikill. Á þriðjudag var ráðist á síður Alþingis og Hæstaréttar. Í gær var síða ISAVIA síðan gerð óvirk í stutta stund. Síðan á hádegi í gær hafi tölvuþrjótarnir hins vegar haft lítið upp úr krafsinu. „Þó þeir hafi nú státað sig af því að hafa staðið sig vel í innri spjallrásum hjá sjálfum sér í framhaldinu.“ Um þann árangur megi deila, þó vissulega hafi þeim tekist að ná nokkrum síðum niður í einhverja stund. Það sem mestu máli skipti sé að undirbúningur sveitarinnar og rekstraraðila hafi verið góður. Vel hafi tekist til við að spá fyrir um hvers eðlis árásirnar yrðu, og viðbrögðin góð eftir því. Verða áfram á varðbergi Útlit sé fyrir að mesta hættan sé liðin hjá, en skömmu fyrir fréttir var óvissustigi Almannavarna vegna netárásanna aflýst. CERT-IS verður þó áfram á varðbergi út vikuna. „Maður veit aldrei hversu lengi svona athygli getur ýtt undir árásir, en athyglinni á Íslandi vegna leiðtogafundarins er væntanlega lokið eða að fjara undan henni núna. Við reiknum með að það sama muni eiga við um áhuga netglæpamanna á að valda einhverjum usla hér í íslenska netumdæminu,“ segir Guðmundur Arnar.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira