Börnin eru þrettán ára, níu ára, fjögurra ára og ellefu mánaða. Vélin hrapaði er hún var á leið frá Araracuara til San José del Guaviare þegar hún hrapaði 1. maí síðastliðinn. Þegar vélin, sem var Cessna 206-flugvél, fannst í skóginum fundust lík móðurinnar og mannanna tveggja en börnin voru hvergi sjáanleg.
Við leit björgunaraðila að systkinunum fundust hálfétnir ávextir, skýli gert úr trjágreinum og fleira. Þar af leiðandi héldu þeir í trúna um að börnin væru lifandi. Þyrlur flugu um skóginn með hátalara sem spilaði rödd ömmu barnanna að biðja þau um að vera kyrr.
La directora del @ICBFColombia, Astrid Cáceres, confirma en @6AMCaracol @CaracolRadio que los 4 niños están bien.
— Espinosa (@EspinosaRadio) May 18, 2023
"La comunicación satelital se rompió, pero los estamos esperando en 3 puntos que nos dieron como posibles. Estamos tranquilos con la información".
Einhverjir héraðsmiðlar í Kólumbíu hafa greint frá því að ættbálkur í skóginum hafi fundið börnin og tekið þau til sín. Þær fregnir hafa þó ekki fengist staðfestar.
Uppfært: Forseti landsins hefur eytt fyrra tísti sínu, þar sem hann sagði börnin vera fundin. Í nýju tísti segir hann að ekki hafi tekist að staðfesta fund barnanna. Leit verði haldið áfram.
He decidido borrar el trino debido a que la información entregada por el ICBF no ha podido ser confirmada. Lamento lo sucedido. Las Fuerzas Militares y las comunidades indígenas continuarán en su búsqueda incansable para darle al país la noticia que está esperando.
— Gustavo Petro (@petrogustavo) May 18, 2023
En este…