Það er Sky Sports sem greinir frá en keppnishelgi Formúlu 1 átti að fara fram í héraðinu um komandi helgi.
Forráðamenn mótaraðarinnar tóku hins vegar ákvörðun um að aflýsa keppnishelginni þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi allra þeirra sem myndu sækja keppnishelgina.
Níu einstaklingar hafa látið lífið í flóðunum og hefur þúsundum verið gert að yfirgefa heimili sín.
Höfuðstöðvar Ferrari eru staðsettar í Maranello, um 80 kílómetrum norðvestur af Imola í Emilia-Romagna héraði, og vill liðið með framlagi sínu upp á eina milljón evra leggja sitt af mörkum til að létta undir með nágrönnum sínum.
Ferrari supports the flood-affected community and is donating 1 million euros to the Emilia-Romagna Region's Agency for Territorial Safety and Civil Protection, joining the regional fundraising campaign.#Ferrari #EmiliaRomagna
— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) May 18, 2023