Gæludýraormalyf virka betur fyrir fólk en mannalyf Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. maí 2023 07:01 Um einn og hálfur milljarður manna þjáist af sníkjuormi. Getty Ormalyf fyrir gæludýr virka betur á fólk en þau lyf sem eru ætluð fólki. Meiri peningum er varið í ormalyfjarannsóknir fyrir gæludýr en fólk, en sjúkdómarnir herja aðallega á fólk í þróunarlöndum. Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser. Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn í Sviss virka núverandi ormalyf fyrir fólk, og Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með, aðeins í sautján prósent tilvika. En ormalyf fyrir gæludýr sem prófuð hafa verið á fólki virka í nær öllum tilvikum. Um er að ræða sníkjuorma, svo sem spóluorma, flatorma og þráðorma á borð við tríkínu. Talið er að um einn og hálfur milljarður manna sé sýktur af slíkum ormum. Aðallega í fátækari löndum heimsins. Helstu einkennin eru niðurgangur, kviðverkir, blóðleysi og sýkingar í kviðarholi. Verstu sýkingarnar geta leitt af sér skertan vöxt og næringarupptöku og stíflur í þörmum. Í sumum tilvikum þarf skurðaðgerð til að losa stíflurnar. Ónæmi að aukast Sé fólk sýkt af tríkínu mælir WHO með að nota lyfin albendazole og mebendazole. Samkvæmt rannsókn Svissnesku hitabeltissjúkdóma og lýðheilsustofnunarinnar virka þau lyf hins vegar aðeins í sautján prósent tilvika. Ónæmi er að aukast verulega gagnvart hefðbundnum ormalyfjum fyrir fólk. Ormahreinsun í Indlandi.Getty Samkvæmt rannsókninni virkar lyfið emodepside nú miklu betur gegn ormum í fólki. Lyfið var prófað gegn ýmsum tegundum sníkjuorma og læknaðist fólk í langflestum tilvikum. Versta niðurstaðan sýndi að 83 prósent fólks með þráðorm læknaðist við að fá fimm milligrömm af emodepside. Þegar skammturinn var hækkaður í fimmtán milligrömm læknuðust allir þátttakendur í rannsókninni. Lyfið hefur einnig aðra mikilvæga eiginleika. „Það þolist vel og flestar aukaverkanirnar eru vægar,“ segir Emmanuel Mrimi, doktorsnemi og einn af rannsakendum við tímaritið New England Journal of Medicine um þessa tímamóta rannsókn í ormafræðum. Meiri peningur í gæludýralyfjum Emodepside er langt frá því að vera óþekkt lyf en hingað til hefur það aðeins verið notað til að ormahreinsa dýr, einkum gæludýr á borð við hunda og ketti. Meiri pening er varið í ormalyfjaþróun fyrir gæludýr en fyrir fólk.Getty „Endurnýting lyfja er mikilvæg í rannsóknum og þróun á ormalyfjum, sem eru vanrækt og vanfjármögnuð,“ segir Jennifer Keiser, yfirmaður ormalyfjaþróunardeildar svissnesku stofnunarinnar. Bendir hún á að engin ný ormalyf fyrir fólk hafi verið þróuð um áratuga skeið. Meiri peningar séu settir í ormalyfjaþróun dýra en manna. Svissneska stofnunin er nú þegar komin í samstarf við þýska lyfjarisann Bayer um frekari þróun lyfsins. „Markmiðið er að lyfið verði samþykkt fyrir notkun í mönnum og að það verði gert aðgengilegt fyrir sjúklinga í neyð í framtíðinni,“ segir Keiser.
Sviss Heilbrigðismál Dýraheilbrigði Lyf Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira