„Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 18:31 Pep Guardiola fagnar eftir að Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að enska úrvalsdeildin sé mikilvægasta keppnin af þeim sem Manchester City tekur þátt í. Lið City verður enskur meistari ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun. Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“ Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira