Hálfíslensk leikkona á uppleið í Bandaríkjunum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2023 16:01 Alyssa segir íslenska upprunann vissulega hafa skapað henni sérstöðu í gegnum tíðina. Tyler Core Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson. Faðir Alyssu, Guðsteinn Þór Steinþórsson, er frá Vestmannaeyjum en fjölskyldan fluttist búferlum til Bandaríkjanna þegar Alyssa var kornung. Hún ólst upp í norðvesturhluta Indiana ríkis en hefur síðastliðin 13 ár verið búsett í Chicago. „Pabbi minn ólst að mestu leyti upp í Keflavík og á Akureyri en móðurfjölskylda hans er frá Vestmanneyjum og mörg þeirra búa þar enn. Systkini pabba fluttu síðan seinna meir til Bandaríkjanna,“ segir hún en faðir hennar starfaði lengst af sem sjúkrahúsforstjóri og móðir hennar sem grunnskólakennari. Fjölskyldan heimsótti Ísland reglulega þegar Alyssa var barn. „Pabbi hefur alltaf haldið fast í íslenskan uppruna sinn, og íslensku menninguna, og við systkinin vorum alin upp við það. Hann las fyrir íslenskar barnabækur þegar við vorum lítil og við höfum alltaf haldið sambandinu við íslensku ættingjana. Þegar ég var yngri voru fáir í kringum mig sem vissu nokkuð um Ísland eða höfðu komið þangað. Þetta hefur breyst mikið, núna er eins og meira og minna allir hafi annað hvort farið til Íslands eða séu á leiðinni þangað.“ Allir geta orðið góðir leikarar Allt frá barnæsku var Alyssa heilluð af sögum og ævintýrum. „Í fjölskyldu pabba eru margir listamenn, rithöfundar og kennarar,“ segir hún. Að loknu skyldunámi fékk hún inngöngu í Lee Strasberg Theatre & Film Institute í New York en þar hafa margar stórstjörnur stundað nám, til að mynda Marilyn Monroe, Chris Evans, Angelina Jolie, Scarlett Johansson og Lady Gaga. En líkt og Alyssa bendir á þá er ekki endilega samansem merki á milli þess að læra við virtan skóla og ná árangri í ,,bransanum.“ „Ég held að hver sem er geti orðið góður leikari, vegna þess að í leiklist ertu að fást við mannlega hegðun, og líkaminn er verkfærið þitt. Þetta veltur svo mikið á því hver þú ert, hvað þú hefur upp á bjóða og hver bakgrunnur þinn er. Þeir sem eru agaðir og leggja hart að sér geta átt jafn mikla möguleika og þeir sem eru taldir vera hæfileikaríkastir af öllum.“ Alyssa segist vera Íslendingur í húð og hár.Tyler Core Fjölbreytt verkefni Alyssa stundaði einnig nám við Columbia háskólann í Chicago og hefur verið alfarið búsett í Chicago undanfarin áratug. „Ég var svo heppin að eiga góða vinkonu sem er umboðsmaður og fyrir hennar tilstilli fékk ég mörg tækifæri til að koma fram í auglýsingum og sjónvarpsverkefnum. Fyrstu árin tókst að halda mér nær alfarið á floti með því að leika í auglýsingum á milli þess sem ég fór í prufur fyrir allskyns leikhúsverkefni.“ Eitt af stærstu verkefnum Alyssu er gestahlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Chicago Med en hún hefur einnig farið með hlutverk í Empire þáttunum og The Chi. „Áheyrnarprufuferlið er yfirleitt rosalega hratt. Yfirleitt líða ekki meira en svona tvær vikur þar til þú ert ráðinn í hlutverk og þar til tökur hefjast.“ Eitt af þeim verkefnum sem hún hefur unnið að sjálfstætt er stuttmyndin After (A Love Story), sem hún skrifaði, framleiddi og lék í, en myndin hefur verið sýnd á 22 kvikmyndaátíðum og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal á North Hollywood Cinefest og á Sherman Oaks kvikmyndahátíðinni. Þá leikstýrði hún stuttmyndinni Paper Planes sem sýnd verður á kvikmyndahátíðum á næstunni. „Þegar heimsfaraldurinn skall á var ég nýbúin að taka þátt í stórum sjónvarpsverkefnum og hafði þess vegna svigrúm til að vera heima og einbeita mér að eigin verkefnum.“ Alyssa segir það hafa verið ákveðna „blessun“ sem fylgdi heimsfaraldrinum; í kjölfarið fóru framleiðendur í auknum mæli að reiða sig á áheyrnarprufur í myndbandsformi. „Þar af leiðandi hef ég ekki þurft að flytja frá til Chicago, ég er með umboðsmenn bæði í Los Angeles og New York og þegar áheyrnarprufur hafa boðist hef ég yfirleitt getað sent þeim myndband. Það er auðvitað hagstæðara að búa í Chicago heldur en í Los Angeles eða New York, hér er húsaleigan nær þrefalt lægri en í New York til dæmis. Vegalengdirnar hér eru líka styttri og maður er ekki fastur í umferð heilu dagana til þess að komast í áheyrnarprufu. Kosturinn við Chicago er líka sá að kvikmynda og leikhúsgeirinn er mjög öflugur og það er auðveldara að koma sér áfram hér, öfugt við til dæmis í Los Angeles þar sem markaðurinn er risastór og fólk er kannski að ströggla í mörg ár. Margir forvitnir um Ísland Hún segir íslenska upprunann vissulega hafa skapað henni sérstöðu. „Það kemur oft komið sér vel þegar ég hef farið í áheyrnarprufur, fólk er forvitið þegar það heyrir að ég sé íslensk og það skapar undantekningarlaust samræður. Fólk er almennt mjög forvitið og heillað af Íslandi og finnst landið „trendy“ og svalt.“ Hún nefnir sem dæmi að hlutverkið í Chicago Med hafi ekki verið stórt en það hafi engu að síður rutt henni brautina, ekki síst fjárhagslega. „Eini gallinn var bara sá að þegar ég kom fram í þáttunum var heimsfaraldurinn um það bil að skella á, og öll framleiðslufyrirtæki skelltu í lás í rúmlega ár, öll verkefni voru sett á ís. Og í þessum bransa gerast hlutirnir hratt, og fólk er fljótt að gleyma þér. En þetta er gott „credit“ á ferilskrána, engu að síður.“ Hún segir það langþráðan draum að vinna á Íslandi, en hún kom seinast í heimsókn til landsins árið 2019. Hún sé Íslendingur í húð og hár. „Ég myndi elska að fá að gera það, það hjálpar mér auðvitað mikið að ég er með tvöfaldan ríkisborgararétt og þarf þess vegna ekki að sækja um visa til starfa á Íslandi. Ég vona innilega að ég fái einhvern tímann tækifæri til þess.“ Heimasíða Alyssu. Hollywood Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira
Faðir Alyssu, Guðsteinn Þór Steinþórsson, er frá Vestmannaeyjum en fjölskyldan fluttist búferlum til Bandaríkjanna þegar Alyssa var kornung. Hún ólst upp í norðvesturhluta Indiana ríkis en hefur síðastliðin 13 ár verið búsett í Chicago. „Pabbi minn ólst að mestu leyti upp í Keflavík og á Akureyri en móðurfjölskylda hans er frá Vestmanneyjum og mörg þeirra búa þar enn. Systkini pabba fluttu síðan seinna meir til Bandaríkjanna,“ segir hún en faðir hennar starfaði lengst af sem sjúkrahúsforstjóri og móðir hennar sem grunnskólakennari. Fjölskyldan heimsótti Ísland reglulega þegar Alyssa var barn. „Pabbi hefur alltaf haldið fast í íslenskan uppruna sinn, og íslensku menninguna, og við systkinin vorum alin upp við það. Hann las fyrir íslenskar barnabækur þegar við vorum lítil og við höfum alltaf haldið sambandinu við íslensku ættingjana. Þegar ég var yngri voru fáir í kringum mig sem vissu nokkuð um Ísland eða höfðu komið þangað. Þetta hefur breyst mikið, núna er eins og meira og minna allir hafi annað hvort farið til Íslands eða séu á leiðinni þangað.“ Allir geta orðið góðir leikarar Allt frá barnæsku var Alyssa heilluð af sögum og ævintýrum. „Í fjölskyldu pabba eru margir listamenn, rithöfundar og kennarar,“ segir hún. Að loknu skyldunámi fékk hún inngöngu í Lee Strasberg Theatre & Film Institute í New York en þar hafa margar stórstjörnur stundað nám, til að mynda Marilyn Monroe, Chris Evans, Angelina Jolie, Scarlett Johansson og Lady Gaga. En líkt og Alyssa bendir á þá er ekki endilega samansem merki á milli þess að læra við virtan skóla og ná árangri í ,,bransanum.“ „Ég held að hver sem er geti orðið góður leikari, vegna þess að í leiklist ertu að fást við mannlega hegðun, og líkaminn er verkfærið þitt. Þetta veltur svo mikið á því hver þú ert, hvað þú hefur upp á bjóða og hver bakgrunnur þinn er. Þeir sem eru agaðir og leggja hart að sér geta átt jafn mikla möguleika og þeir sem eru taldir vera hæfileikaríkastir af öllum.“ Alyssa segist vera Íslendingur í húð og hár.Tyler Core Fjölbreytt verkefni Alyssa stundaði einnig nám við Columbia háskólann í Chicago og hefur verið alfarið búsett í Chicago undanfarin áratug. „Ég var svo heppin að eiga góða vinkonu sem er umboðsmaður og fyrir hennar tilstilli fékk ég mörg tækifæri til að koma fram í auglýsingum og sjónvarpsverkefnum. Fyrstu árin tókst að halda mér nær alfarið á floti með því að leika í auglýsingum á milli þess sem ég fór í prufur fyrir allskyns leikhúsverkefni.“ Eitt af stærstu verkefnum Alyssu er gestahlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Chicago Med en hún hefur einnig farið með hlutverk í Empire þáttunum og The Chi. „Áheyrnarprufuferlið er yfirleitt rosalega hratt. Yfirleitt líða ekki meira en svona tvær vikur þar til þú ert ráðinn í hlutverk og þar til tökur hefjast.“ Eitt af þeim verkefnum sem hún hefur unnið að sjálfstætt er stuttmyndin After (A Love Story), sem hún skrifaði, framleiddi og lék í, en myndin hefur verið sýnd á 22 kvikmyndaátíðum og unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal á North Hollywood Cinefest og á Sherman Oaks kvikmyndahátíðinni. Þá leikstýrði hún stuttmyndinni Paper Planes sem sýnd verður á kvikmyndahátíðum á næstunni. „Þegar heimsfaraldurinn skall á var ég nýbúin að taka þátt í stórum sjónvarpsverkefnum og hafði þess vegna svigrúm til að vera heima og einbeita mér að eigin verkefnum.“ Alyssa segir það hafa verið ákveðna „blessun“ sem fylgdi heimsfaraldrinum; í kjölfarið fóru framleiðendur í auknum mæli að reiða sig á áheyrnarprufur í myndbandsformi. „Þar af leiðandi hef ég ekki þurft að flytja frá til Chicago, ég er með umboðsmenn bæði í Los Angeles og New York og þegar áheyrnarprufur hafa boðist hef ég yfirleitt getað sent þeim myndband. Það er auðvitað hagstæðara að búa í Chicago heldur en í Los Angeles eða New York, hér er húsaleigan nær þrefalt lægri en í New York til dæmis. Vegalengdirnar hér eru líka styttri og maður er ekki fastur í umferð heilu dagana til þess að komast í áheyrnarprufu. Kosturinn við Chicago er líka sá að kvikmynda og leikhúsgeirinn er mjög öflugur og það er auðveldara að koma sér áfram hér, öfugt við til dæmis í Los Angeles þar sem markaðurinn er risastór og fólk er kannski að ströggla í mörg ár. Margir forvitnir um Ísland Hún segir íslenska upprunann vissulega hafa skapað henni sérstöðu. „Það kemur oft komið sér vel þegar ég hef farið í áheyrnarprufur, fólk er forvitið þegar það heyrir að ég sé íslensk og það skapar undantekningarlaust samræður. Fólk er almennt mjög forvitið og heillað af Íslandi og finnst landið „trendy“ og svalt.“ Hún nefnir sem dæmi að hlutverkið í Chicago Med hafi ekki verið stórt en það hafi engu að síður rutt henni brautina, ekki síst fjárhagslega. „Eini gallinn var bara sá að þegar ég kom fram í þáttunum var heimsfaraldurinn um það bil að skella á, og öll framleiðslufyrirtæki skelltu í lás í rúmlega ár, öll verkefni voru sett á ís. Og í þessum bransa gerast hlutirnir hratt, og fólk er fljótt að gleyma þér. En þetta er gott „credit“ á ferilskrána, engu að síður.“ Hún segir það langþráðan draum að vinna á Íslandi, en hún kom seinast í heimsókn til landsins árið 2019. Hún sé Íslendingur í húð og hár. „Ég myndi elska að fá að gera það, það hjálpar mér auðvitað mikið að ég er með tvöfaldan ríkisborgararétt og þarf þess vegna ekki að sækja um visa til starfa á Íslandi. Ég vona innilega að ég fái einhvern tímann tækifæri til þess.“ Heimasíða Alyssu.
Hollywood Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Sjá meira