Mariam fékk sturtu í miðju viðtali: Ólýsanleg tilfinning Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 11:00 Mariam fagnar einu marka sinna í gær. Vísir/Anton Brink Mariam Eradze átti góðan leik fyrir Val þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik með sigri á ÍBV í Eyjum í gær. Hún fékk sturtu frá liðsfélögum sínum í viðtali eftir leik. Valskonur varð Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í gær eftir 25-23 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær. Valur vann 3-0 sigur í einvíginu en liðið hafði endaði í öðru sæti bæði í deildar- og bikarkeppninni á eftir Eyjaliðinu. Mariam Eradze er lykilmaður í liði Valskvenna og hún átti góðan leik í gær. Hún skoraði fimm mörk úr átta skotum og þar af gríðarlega mikilvægt mark þegar hún kom Val í 24-23 forystu eftir að Valsliðið hafði verið í brasi sóknarlega í talsverðan tíma þar á undan. Klippa: Sturta eftir leik Mariam fór í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir leikinn í gær en viðtalið var varla hafið þegar liðsfélagar hennar Sara Sif Helgadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir komu hlaupandi og helltu vatni yfir hana. „Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ náði Mariam að segja áður en hún fékk sturtu. „Takk stelpur, ég elska ykkur,“ sagði Mariam þegar Sörurnar höfðu hlaupið burt. „Þvílík liðsheild þetta árið“ Mariam sagði það ólýsanlega tilfinningu að verða Íslandsmeistari en Valur varð síðast meistari árið 2019. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn Íslandsmeistaratitilinn og þetta er bara rosalegt. Með þessu liði, við erum búin að vera flestar saman í þrjú tímabil og alltaf búin að lenda í öðru sæti, á móti KA/Þór og Fram. Þetta er búið að vera, ég vil ekki segja vonbrigði, en þetta er búið að vera svona: Við verðum að taka þennan heim, og ætluðum að gera það.“ „Fyrir allar sem eru hérna og ég veit ekki hver fer og hver verður. Við vildum gera þetta allar saman. Þvílík liðsheild þetta árið, erum búnar að líma okkur ótrúlega vel saman. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58 Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Valskonur varð Íslandsmeistari kvenna í handknattleik í gær eftir 25-23 sigur á ÍBV í þriðja leik liðanna í Vestmannaeyjum í gær. Valur vann 3-0 sigur í einvíginu en liðið hafði endaði í öðru sæti bæði í deildar- og bikarkeppninni á eftir Eyjaliðinu. Mariam Eradze er lykilmaður í liði Valskvenna og hún átti góðan leik í gær. Hún skoraði fimm mörk úr átta skotum og þar af gríðarlega mikilvægt mark þegar hún kom Val í 24-23 forystu eftir að Valsliðið hafði verið í brasi sóknarlega í talsverðan tíma þar á undan. Klippa: Sturta eftir leik Mariam fór í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir leikinn í gær en viðtalið var varla hafið þegar liðsfélagar hennar Sara Sif Helgadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir komu hlaupandi og helltu vatni yfir hana. „Þetta er ólýsanleg tilfinning,“ náði Mariam að segja áður en hún fékk sturtu. „Takk stelpur, ég elska ykkur,“ sagði Mariam þegar Sörurnar höfðu hlaupið burt. „Þvílík liðsheild þetta árið“ Mariam sagði það ólýsanlega tilfinningu að verða Íslandsmeistari en Valur varð síðast meistari árið 2019. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn Íslandsmeistaratitilinn og þetta er bara rosalegt. Með þessu liði, við erum búin að vera flestar saman í þrjú tímabil og alltaf búin að lenda í öðru sæti, á móti KA/Þór og Fram. Þetta er búið að vera, ég vil ekki segja vonbrigði, en þetta er búið að vera svona: Við verðum að taka þennan heim, og ætluðum að gera það.“ „Fyrir allar sem eru hérna og ég veit ekki hver fer og hver verður. Við vildum gera þetta allar saman. Þvílík liðsheild þetta árið, erum búnar að líma okkur ótrúlega vel saman. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá okkur.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58 Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. 20. maí 2023 17:58
Myndaveisla: Titillinn á loft í Eyjum Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. 20. maí 2023 17:40