Carragher: Arsenal klúðraði þessu og þurfa meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:31 Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports. Vísir/Getty Jamie Carragher segir að Arsenal hafi skort breidd í leikmannahópnum til að komast lengra í ensku úrvalsdeildinni en raun bar vitni. Hann segir Mikel Arteta þurfa að bæta gæðaleikmönnum inn í hópinn. Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“ Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Manchester City varð í gær Englandsmeistari í knattspyrnu eftir að Arsenal tapaði 1-0 gegn Nottingham Forest. Með tapi Arsenal á liðið ekki lengur möguleika á að ná liði City að stigum sem vinnur þar með sinn þriðja meistaratitil í röð. Arsenal var í frábærri stöðu fyrir ekki svö löngu síðan en hefur gefið eftir undanfarnar vikur og missti þá forskotið í hendur Manchester City. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Arsenal þurfi að geta hvílt lykilleikmenn sína. „Þegar þú skoðar sterkasta byrjunarlið Arsenal þá er það ekki ljósárum frá því sem við sjáum hjá Manchester City, liðin spila svipaðan bolta. En Bukayo Saka hefur spilað hvern einasta leik og hann lék alla leikina í fyrra. Sumir af bestu leikmönnunum geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Carragher eftir leik Arsenal í gær. „Kevin De Bruyne spilar ekki hvern einasta leik fyrir Manchester City og í mínum huga hefur hann líklega verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar síðustu fjögur eða fimm árin.“ Efast um að liðsstyrkur dugi til Carragher segir að það hljóti að vera mikil vonbrigði fyrir Arsenal hversu mikið liðið hefur dalað á síðustu vikum. Hann segir að lið þurfi að ná í yfir 90 stig ætli það sér að velgja liði City undir uggum. „Arsenal var með 50 stig þegar mótið var hálfnað. Þú veist fyrir hvert tímabil að þú þarft að ná í meira en 90 stig til að vinna titilinn vegna Manchester City.“ „Arsenal gæti endað með 84 stig, jafnvel þó við segjum að þeir hafi verið óheppnir og gert allt sem þeir gátu, þá er það ekki frábær niðurstaða þegar við ræðum um að setja verulega pressu allt til enda.“ „Liverpool náði í meira en 90 stig en vann samt ekki deildina. Arsenal stefndi þangað en þeir hafa dalað mjög mikið á seinni hluta tímabilsins og ein stærsta ástæðan fyrir því er að hópurinn er ekki nógu breiður. Þeir þurfa að fá fleiri gæðaleikmenn inn.“ Arsenal hefur verið orðað við ýmsa leikmenn síðustu vikurnar, meðal annars enska landsliðsmanninn Declan Rice. Carragher er efins um hvort Arsenal verði aftur í sömu stöðu og í vetur jafnvel þó þeir styrki hópinn. „Ég hugsa til baka og velti fyrir mér hversu oft Arsenal verður í þeirri stöðu að vera með átta stiga forskot þegar tíu leikir eru eftir. Þetta var frábær staða og þeir klúðruðu þessu, það er ekki hægt að þræta fyrir það.“
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira