Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 14:59 Reykur yfir Kartúm fyrr í mánuðinum. Getty/Ahmed Satti Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir. Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Herinn má því ekki við því að missa flugvöllinn, þar sem flugherinn er hans helsta vopn gegn sveitum RSF. Í frétt BBC segir að bardaginn um flugvöllinn hafi staðið yfir í nokkra daga en umfang hans hafi aukist mjög. RSF-sveitirnar voru stofnaðar árið 2013 og tóku þátt í bardögum gegn uppreisnarmönnum í Darfur. Þar voru meðlimir RSF sakaðir um ýmis ódæði og þjóðernishreinsanir. Dagalo hefur síðan þá byggt sveitirnar upp frekar og hafa þær meðal annars komið að átökunum í Jemen og Líbíu. Sveitirnar eru skipaðar af um hundrað þúsund mönnum. Átök brutust út í síðasta mánuði á milli súdanska hersins og RSF, eða Rapid Support Forces. Í aðdraganda átakanna hafði mikil spenna myndast milli hersins, sem leiddur er af herforingjanum Abdel Fattah al-Burhan, og RSF, sem leiddur er af Mohamed Hamdan Dagalo. Herforingjarnir tveir tóku höndum saman í október 2021 og tóku völdin í Súdan. Síðan þá hafa þeir deilt völdum en þegar kom að því að innleiða RSF inn í súdanska herinn deildu þeir mikið. Það hefur að hluta til verið rakið til þess að Dagalo var mótfallinn því að sveitir hans yrðu færðar undir stjórn al-Burhan, það sem það gerði þann fyrrnefnda svo gott sem valdalausan. Síðan átökin hófust hafa fylkingarnar margsinnis samið um vopnahlé en þau hafa fallið nánast um leið og þau hafa tekið gildi. Nýtt sjö daga vopnahlé á að taka gildi á morgun en yfirvöld í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu miðluðu milli fylkinga í viðræðum um þetta nýjasta vopnahlé. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja óljóst hvort herforingjarnir hafi yfir höfuð vilja og/eða tök á því að koma á friði. Báðir hafa sagst ætla að berjast til sigurs. Frá því átökin hófust hafa minnst 1,1 milljón manna þurft að flýja heimili sín. Þeir sem eftir eru í Kartúm þurfa að kljást við skort á nauðsynjum og umfangsmiklar gripdeildir.
Súdan Tengdar fréttir Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33 Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. 1. maí 2023 11:33
Samið um vopnahlé sem er þó frekar í orði en á borði Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða 30. apríl 2023 23:41
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila