Fótbolti

Ítalíu­meistararnir lentu í brasi með tíu leik­menn Inter

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik dagsins þar sem var hart barist
Frá leik dagsins þar sem var hart barist Vísir/Getty

Ítalíu­meistarar Napólí unnu tor­sóttann 3-1 sigur á Inter Milan í ítölsku úr­vals­deildinni í dag.

Leikurinn fór fram á Stadio Diego Armando Mara­dona í Napólí en í fyrri hálf­leik urðu gestirnir frá Mílanó fyrir á­falli þegar að Rober­to Gagli­ardini var rekinn af velli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum.

Það var síðan í síðari hálf­leik sem heima­menn í Napólí gengu á lagið.

Á 67.mínútu leit fyrsta mark leiksins dagsins ljós, það skoraði Frank Anguissa eftir stoð­sendingu frá Piotr Zielinski.

Romelu Luka­ku jafnaði metin fyrir tíu leik­menn Inter Milan á 82.mínútu og virtist leikurinn ætla að enda í jafn­tefli.

Giovanni Di Lor­enzo var hins vegar ekki á þeim buxunum. Hann bætti við öðru marki Napólí í leiknum á 85.mínútu og á fjórðu mínútu upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma gull­tryggði Gian­lu­ca Gaeta­no 3-1 sigur Napóli.

Napóli hefur nú þegar tryggt sér Ítalíu­meistara­titilinn og situr liðið á toppi ítölsku úr­vals­deildarinnar með 86 stig.

Inter Milan er hins vegar í 3.sæti deildarinnar með 66 stig en liðið er auk þess komið í úr­slita­leik Meistara­deildar Evrópu þar sem Eng­lands­meistarar Manchester City bíða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×