Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 23:40 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira