Erlent

Mit­sotakis fagnaði sigri á Grikk­landi en vill hreinan meiri­hluta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kyriakos Mitsotakis ávarpaði stuðningsmenn sína í gær. Hann kallaði úrslitin pólitískan jarðskjálfta. 
Kyriakos Mitsotakis ávarpaði stuðningsmenn sína í gær. Hann kallaði úrslitin pólitískan jarðskjálfta.  AP Photo/Petros Giannakouris

Gríski stjórnarflokkurinn Nýtt lýðræði, sem er hægra megin við miðju á pólitíska litrófinu vann góðan sigur í þingkosningunum þar í landi um helgina.

Flokkurinn, með forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis fremstan í flokki fékk 41 prósent atkvæða, sem er mun meira en þeir fengu síðast, en helsti keppinauturinn, vinstriflokkurinn Syriza náði aðeins tuttugu prósentum. Leiðtogi Syriza, Alexis Tsipras hefur þegar óskað keppinautunumn til hamingju með sigurinn en þó gæti farið svo að efnt verði til nýrra kosninga.

Mitsutakis sagði í kosningabaráttunni að hann hefði ekki áhuga á að mynda samsteypustjórn í Grikklandi heldur færi betur á því að Nýtt lýðræði yrði eitt við stjórnvölinn. Aðeins vantaði fimm þingsæti upp á að það tækist. Því er talið líklegast að þegar Mitsotakis verður kallaður á fund forseta Grikklands muni hann hafna því að mynda samsteypustjórn.

Forsetinn muni þá fela öðrum flokkum að reyna við slíka stjórnarmyndun og ef það gengur ekki, sem allar líkur eru taldar á, skipar forsetinn bráðabirgðastjórn sem myndi stjórna landinu uns hægt verður að ganga aftur til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×