Koepka stóð af sér samkeppnina á lokahring PGA meistaramótsins í gær og fór hann á 67 höggum, höggi minna en Norðmaðurinn Viktor Hovland sem veitt hafði honum mesta samkeppni.
Koepka endaði á -9 höggum eða tveimur höggum á undan Hovland og Scottie Scheffler sem lék lokahringinn á 65 höggum.
Brooks Koepka wins the PGA Championship for his fifth major title. pic.twitter.com/fG7YqHvWgn
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023
Koepka er aðeins þriðji kylfingurinn til að ná að vinna PGA meistaramótið þrisvar sinnum, á eftir Tiger Woods og Jack Nicklaus. Og eins og fyrr segir hefur hann nú unnið fimm risamót frá því að hann fagnaði fyrst sigri á Opna bandaríska mótinu árið 2017 en það mót vann hann einnig 2018, og svo PGA-meistaramótið 2018, 2019 og 2023.
Men's Major Championships since 2017
— Golf on CBS (@GolfonCBS) May 21, 2023
Brooks Koepka: 5
Jon Rahm: 2
Justin Thomas: 2
Collin Morikawa: 2
14 others tied with 1 pic.twitter.com/s6jY5o8hv8
Á síðustu sex árum hefur Koepka því unnið fimm risamót á meðan að næstu menn á eftir honum hafa unnið tvö risamót.
En sigurinn í gær eru ekki einu gleðitíðindin fyrir Koepka sem unnið hefur sig til baka úr erfiðum meiðslum og komist aftur á toppinn.
Hann á sömuleiðis von á barni með eiginkonu sinni, Jena Sims, sem leyfði tárunum að flæða þar sem hún fylgdist með Koepka fagna sigri á sjónvarpsskjánum, eins og hún sýndi á TikTok. Þau tilkynntu um óléttuna fyrr í þessum mánuði.
Sims bauð líka upp á kostulegt svar þegar hún var spurð af hverju hún væri ekki á vellinum til að fylgjast með Koepka, þar sem hún þreif hillu í bikaraskápnum hans.