Koepka í sérflokki og Sims þreif hillu fyrir hann Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 08:07 Brooks Koepka er með pláss í bikaraskápnum og Jena Sims eiginkona hans sló á létta strengi á TikTok eftir sigurinn í gær. AP/@jenamsims Brooks Koepka varð um helgina tuttugasti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna fimm risamót á ferlinum. Þessi 33 ára Bandaríkjamaður er núna í sérflokki á meðal efstu kylfinga heimslistans í dag. Koepka stóð af sér samkeppnina á lokahring PGA meistaramótsins í gær og fór hann á 67 höggum, höggi minna en Norðmaðurinn Viktor Hovland sem veitt hafði honum mesta samkeppni. Koepka endaði á -9 höggum eða tveimur höggum á undan Hovland og Scottie Scheffler sem lék lokahringinn á 65 höggum. Brooks Koepka wins the PGA Championship for his fifth major title. pic.twitter.com/fG7YqHvWgn— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Koepka er aðeins þriðji kylfingurinn til að ná að vinna PGA meistaramótið þrisvar sinnum, á eftir Tiger Woods og Jack Nicklaus. Og eins og fyrr segir hefur hann nú unnið fimm risamót frá því að hann fagnaði fyrst sigri á Opna bandaríska mótinu árið 2017 en það mót vann hann einnig 2018, og svo PGA-meistaramótið 2018, 2019 og 2023. Men's Major Championships since 2017 Brooks Koepka: 5Jon Rahm: 2Justin Thomas: 2 Collin Morikawa: 2 14 others tied with 1 pic.twitter.com/s6jY5o8hv8— Golf on CBS (@GolfonCBS) May 21, 2023 Á síðustu sex árum hefur Koepka því unnið fimm risamót á meðan að næstu menn á eftir honum hafa unnið tvö risamót. En sigurinn í gær eru ekki einu gleðitíðindin fyrir Koepka sem unnið hefur sig til baka úr erfiðum meiðslum og komist aftur á toppinn. Hann á sömuleiðis von á barni með eiginkonu sinni, Jena Sims, sem leyfði tárunum að flæða þar sem hún fylgdist með Koepka fagna sigri á sjónvarpsskjánum, eins og hún sýndi á TikTok. Þau tilkynntu um óléttuna fyrr í þessum mánuði. @jenamsims All I got is tears at the moment @PGA of America #brookskoepka #major #majorchampionship #golftiktok Do You Believe in Magic - The Lovin' Spoonful Sims bauð líka upp á kostulegt svar þegar hún var spurð af hverju hún væri ekki á vellinum til að fylgjast með Koepka, þar sem hún þreif hillu í bikaraskápnum hans. @jenamsims Replying to @Buck couple more spots remain #savage #brookskoepka #trophiesdrake #majorchampionship Trophies - Young Money Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Koepka stóð af sér samkeppnina á lokahring PGA meistaramótsins í gær og fór hann á 67 höggum, höggi minna en Norðmaðurinn Viktor Hovland sem veitt hafði honum mesta samkeppni. Koepka endaði á -9 höggum eða tveimur höggum á undan Hovland og Scottie Scheffler sem lék lokahringinn á 65 höggum. Brooks Koepka wins the PGA Championship for his fifth major title. pic.twitter.com/fG7YqHvWgn— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2023 Koepka er aðeins þriðji kylfingurinn til að ná að vinna PGA meistaramótið þrisvar sinnum, á eftir Tiger Woods og Jack Nicklaus. Og eins og fyrr segir hefur hann nú unnið fimm risamót frá því að hann fagnaði fyrst sigri á Opna bandaríska mótinu árið 2017 en það mót vann hann einnig 2018, og svo PGA-meistaramótið 2018, 2019 og 2023. Men's Major Championships since 2017 Brooks Koepka: 5Jon Rahm: 2Justin Thomas: 2 Collin Morikawa: 2 14 others tied with 1 pic.twitter.com/s6jY5o8hv8— Golf on CBS (@GolfonCBS) May 21, 2023 Á síðustu sex árum hefur Koepka því unnið fimm risamót á meðan að næstu menn á eftir honum hafa unnið tvö risamót. En sigurinn í gær eru ekki einu gleðitíðindin fyrir Koepka sem unnið hefur sig til baka úr erfiðum meiðslum og komist aftur á toppinn. Hann á sömuleiðis von á barni með eiginkonu sinni, Jena Sims, sem leyfði tárunum að flæða þar sem hún fylgdist með Koepka fagna sigri á sjónvarpsskjánum, eins og hún sýndi á TikTok. Þau tilkynntu um óléttuna fyrr í þessum mánuði. @jenamsims All I got is tears at the moment @PGA of America #brookskoepka #major #majorchampionship #golftiktok Do You Believe in Magic - The Lovin' Spoonful Sims bauð líka upp á kostulegt svar þegar hún var spurð af hverju hún væri ekki á vellinum til að fylgjast með Koepka, þar sem hún þreif hillu í bikaraskápnum hans. @jenamsims Replying to @Buck couple more spots remain #savage #brookskoepka #trophiesdrake #majorchampionship Trophies - Young Money
Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira