Írar fyrstir til að krefjast viðvarana á áfengisumbúðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. maí 2023 12:09 Reglurnar taka gildi árið 2026. Getty/NurPhoto/Artur Widak Stjórnvöld á Írlandi hafa ákveðið að skikka áfengisframleiðendur til að setja viðvörunarmerkingar á vörur sínar þar sem gert er grein fyrir áfengisinnihaldi, kaloríufjölda og áhrifum áfengisneyslu á aukna áhættu á krabbameinum og lifrarsjúkdómum. Um er að ræða fyrstu löggjöf sinnar tegundar í heiminum en heilbrigðisráðherrann Stephen Donnelly undirritaði hana í dag og sagðist hlakka til þess að sjá önnur ríki feta í fótspor Íra. Lögin taka ekki gildi fyrr en 22. maí 2026, til að gefa framleiðendum tækifæri til að grípa til ráðstafana. „Þessar upplýsingar gera okkur kleift að taka upplýsta ákvörðun um okkar eigin áfengisneyslu. Umbúðir annarra matvara og drykkja innihalda nú þegar heilbrigðisupplýsingar og heilbrigðisviðvaranir, þegar við á. Þessi löggjöf gerir sömu kröfur til áfengra drykkja,“ sagði Donnelly. Á umbúðunum verður frá 2026 einnig að finna viðvörun um áhrif áfengisneyslu á fóstur og veffang upplýsingasíðu heilbrigðisyfirvalda um áfengisneyslu. Áfengisneysla á Írlandi náði hámarki árið 2001 þegar meðaldrykkja nam 14,3 lítrum á einstakling. Í dag er neyslan 10,2 lítrar, að meðaltali. Áfengisframleiðendur á Ítalíu, Spáni og sex öðrum Evrópuríkjum hafa mótmælt fyrirætlununum harðlega og segja lagasetninguna beina árás á afkomu þeirra. Þeir mótmæla því ekki síst að Evrópusambandið hafi ekki sett sig upp á móti löggjöfinni. Umfjöllun Guardian. Írland Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Um er að ræða fyrstu löggjöf sinnar tegundar í heiminum en heilbrigðisráðherrann Stephen Donnelly undirritaði hana í dag og sagðist hlakka til þess að sjá önnur ríki feta í fótspor Íra. Lögin taka ekki gildi fyrr en 22. maí 2026, til að gefa framleiðendum tækifæri til að grípa til ráðstafana. „Þessar upplýsingar gera okkur kleift að taka upplýsta ákvörðun um okkar eigin áfengisneyslu. Umbúðir annarra matvara og drykkja innihalda nú þegar heilbrigðisupplýsingar og heilbrigðisviðvaranir, þegar við á. Þessi löggjöf gerir sömu kröfur til áfengra drykkja,“ sagði Donnelly. Á umbúðunum verður frá 2026 einnig að finna viðvörun um áhrif áfengisneyslu á fóstur og veffang upplýsingasíðu heilbrigðisyfirvalda um áfengisneyslu. Áfengisneysla á Írlandi náði hámarki árið 2001 þegar meðaldrykkja nam 14,3 lítrum á einstakling. Í dag er neyslan 10,2 lítrar, að meðaltali. Áfengisframleiðendur á Ítalíu, Spáni og sex öðrum Evrópuríkjum hafa mótmælt fyrirætlununum harðlega og segja lagasetninguna beina árás á afkomu þeirra. Þeir mótmæla því ekki síst að Evrópusambandið hafi ekki sett sig upp á móti löggjöfinni. Umfjöllun Guardian.
Írland Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira