Umfjöllun: Keflavík - Selfoss 1-0 | Keflavík hífir sig upp töfluna með sigri gegn Selfossi Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2023 21:08 Keflavík vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík lagði Selfoss að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta suður með sjó í kvöld. Það var Linli Tu sem skoraði sigurmark Keflavíkurliðsins þegar rúmlega hálftími var liðinn af leiknum. Tu lyfti þá boltanum laglega yfir Idun Kristine Jorgensen, markvörð Selfoss. Liðin höfðu hvort um sig fjögur stig fyrir þennan leik og Keflavík hefur þar af leiðandi nú sjö stig um miðja deild. Jonathan Glenn: Mjög sáttur við stigasöfnunina „Ég er gríðarlega sáttur við bæði sigurinn og hvernig við spiluðum þennan leik. Við vorum bæði agaðar og skipulagðar í varnarleik okkar og ég man ekki eftir mörgum færum sem Selfoss fékk í þessum leik,“ sagði Jonathan Glenn, himinlifandi eftir leikinn. „Linlu Tu skorar svo frábært mark og þess fyrir utan fengum við nokkur færi til þess að bæta við mörkum. Við vorum hættulegar í sókarnaraðgerðum okkar og spiluðum bara heilt yfir mjög vel,“ sagði Glenn þar að auki. „Ef þú hefðir boðið mér þessa stöðu, að vera mjög sjö stig eftir fimm leiki, fyrir mót þá hefði ég þegið það með þökkum. Þessi stigasöfnun er mjög góð og nú bara að halda áfram að hala inn stigum,“ sagði þjálfari Keflavíkurliðsins. Björn Sigurbjörnsson: Liðið var ofboðslega flatt í þessum leik „Þetta var bara rosalega lélegt að þessu sinni. Fyrri hálfleikur var flatur og liðið var mjög orkulaust. Ég reyndi að berja kraft í leikmenn liðsins í hálfleik en eftir á að hyggja hefði ég kannski frekar átt að sýna stillingu og fara yfir taktísk atriði,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. „Aðgerðir okkar í sóknarleiknum einkenndust af hugsunarleysi. Við vorum að beita löngum sendingum og senda boltann í svæði á rennblaustum gervigrasvelli. Það vantaði alla tengingu á milli leikmanna og þetta var bara slöpp frammistaða,“ sagði Björn enn fremur. „Það er gott að það er stutt í næsta leik þar sem við getum kvittað fyrir þessa frammistöðu. Það eru hins vegar hreinar línur að við þurfum að nýta tímann vel fram að næsta leik og fara yfir þau atriði sem illa fóru í þessum leik. Við þurfum að spila miklu betur í næsta verkefni okkkar," sagði hann um framhaldið. Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið lék agaðan og sterkan varnarleik og gáfu fá sem engin færi á sér. Þá voru skyndisóknir liðsins vel útfærðar og hættulegar. Keflavík fékk fleiri færi til þess að bæta við marki en Selfoss til að jafna metin. Hverjar sköruðu fram úr? Linli Tu var síógnandi í leiknum og kórónaði frammistöðu sína með glæsilegu sigurmarki. Þá voru Sandra Voitane og Alma Rós Magnúsdóttir skeinuhættar. Madison Elise Wolfbauer átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu. Hvað gekk illa? Selfoss var mikið með boltann í þessum leik án þess að ná að skapa sér teljandi færi. Það var mikið ráðaleysi í sóknarleik liðsins og leikmenn tengdu varla saman sendingar á sóknarhelmingi Keflavíkur. Vera Varis þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að halda marki sínu hreinu að þessu sinni. Hvað gerist næst? Keflavík fær Þór/KA í heimsókn í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn kemur en sama dag sækir Selfoss hins vegar Tindastól heim á sama stigi í þeirri keppni. Besta deild kvenna Keflavík ÍF UMF Selfoss
Keflavík lagði Selfoss að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta suður með sjó í kvöld. Það var Linli Tu sem skoraði sigurmark Keflavíkurliðsins þegar rúmlega hálftími var liðinn af leiknum. Tu lyfti þá boltanum laglega yfir Idun Kristine Jorgensen, markvörð Selfoss. Liðin höfðu hvort um sig fjögur stig fyrir þennan leik og Keflavík hefur þar af leiðandi nú sjö stig um miðja deild. Jonathan Glenn: Mjög sáttur við stigasöfnunina „Ég er gríðarlega sáttur við bæði sigurinn og hvernig við spiluðum þennan leik. Við vorum bæði agaðar og skipulagðar í varnarleik okkar og ég man ekki eftir mörgum færum sem Selfoss fékk í þessum leik,“ sagði Jonathan Glenn, himinlifandi eftir leikinn. „Linlu Tu skorar svo frábært mark og þess fyrir utan fengum við nokkur færi til þess að bæta við mörkum. Við vorum hættulegar í sókarnaraðgerðum okkar og spiluðum bara heilt yfir mjög vel,“ sagði Glenn þar að auki. „Ef þú hefðir boðið mér þessa stöðu, að vera mjög sjö stig eftir fimm leiki, fyrir mót þá hefði ég þegið það með þökkum. Þessi stigasöfnun er mjög góð og nú bara að halda áfram að hala inn stigum,“ sagði þjálfari Keflavíkurliðsins. Björn Sigurbjörnsson: Liðið var ofboðslega flatt í þessum leik „Þetta var bara rosalega lélegt að þessu sinni. Fyrri hálfleikur var flatur og liðið var mjög orkulaust. Ég reyndi að berja kraft í leikmenn liðsins í hálfleik en eftir á að hyggja hefði ég kannski frekar átt að sýna stillingu og fara yfir taktísk atriði,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. „Aðgerðir okkar í sóknarleiknum einkenndust af hugsunarleysi. Við vorum að beita löngum sendingum og senda boltann í svæði á rennblaustum gervigrasvelli. Það vantaði alla tengingu á milli leikmanna og þetta var bara slöpp frammistaða,“ sagði Björn enn fremur. „Það er gott að það er stutt í næsta leik þar sem við getum kvittað fyrir þessa frammistöðu. Það eru hins vegar hreinar línur að við þurfum að nýta tímann vel fram að næsta leik og fara yfir þau atriði sem illa fóru í þessum leik. Við þurfum að spila miklu betur í næsta verkefni okkkar," sagði hann um framhaldið. Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið lék agaðan og sterkan varnarleik og gáfu fá sem engin færi á sér. Þá voru skyndisóknir liðsins vel útfærðar og hættulegar. Keflavík fékk fleiri færi til þess að bæta við marki en Selfoss til að jafna metin. Hverjar sköruðu fram úr? Linli Tu var síógnandi í leiknum og kórónaði frammistöðu sína með glæsilegu sigurmarki. Þá voru Sandra Voitane og Alma Rós Magnúsdóttir skeinuhættar. Madison Elise Wolfbauer átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu. Hvað gekk illa? Selfoss var mikið með boltann í þessum leik án þess að ná að skapa sér teljandi færi. Það var mikið ráðaleysi í sóknarleik liðsins og leikmenn tengdu varla saman sendingar á sóknarhelmingi Keflavíkur. Vera Varis þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að halda marki sínu hreinu að þessu sinni. Hvað gerist næst? Keflavík fær Þór/KA í heimsókn í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn kemur en sama dag sækir Selfoss hins vegar Tindastól heim á sama stigi í þeirri keppni.