„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Máni Snær Þorláksson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2023 19:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að líklegast séu til betri landgangar en þeir sem notaðir eru í dag. Vísir/Friðrik Þór Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. „Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“ Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira