Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 10:56 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir nauðsynlegt að ríkið og vinnumarkaðurinn stígi upp í baráttunni við verðbólgu og verðbólguvæntingar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun. Þar sátu fyrir svörum Ásgeir Jónsson auk Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. Um var að ræða þrettándu hækkun stýrivaxta Seðlabankans í röð. Þeir hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 2010. Telur Seðlabankann einan á báti Á fundinum var Ásgeir meðal annars spurður hvort hann teldi að hið opinbera taki nægilega ábyrgð á hækkandi verðbólgu og hvort að Seðlabankinn væri einn á báti í þeirri baráttu. „Svarið er já,“ sagði Ásgeir þá en bætti því við að í núverandi ríkisfjármálaætlun séu stigin fyrstu skref í átt að því að hið opinbera taki ábyrgð á stöðunni. Þá segir hann að vinnumarkaðurinn þurfi einnig að stíga upp. „Það er stundum orðað þannig að ef það er vandi að þá þurfi fyrst að viðurkenna vandann og síðan taka ábyrgð. Það er mjög mikilvægt að vinnumarkaðurinn viðurkenni ábyrgð sína og að hann átti sig á því að það að ætla að hækka nafnlaun hjálpar ekki endilega fólki, heldur eykur verðbólguna sem þýðir að þá þarf að hækka stýrivexti.“ Rannveig rifjaði upp að byrjað hefði verið að tala um þjóðarsátt í fyrra gegn verðbólgunni. „Núna eftir á er ljóst að sú þjóðarsátt var þá greinilega bara um það að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti. Kjarasamningar voru dýrir og framkvæmd þeirra mjög dýr og fjármálaætlun hefði getað verið mun metnaðarfyllri,“ segir Rannveig. „Þannig að vonandi verður umræða um þjóðarsátt núna ekki á þeim nótum að Seðlabankinn haldi áfram einn að hækka vexti heldur komi aðrir aðilar inn í þá þjóðarsátt.“ Áhrifamáttur peningastefnunnar mikill óháð verðtryggingu Þá vék Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundinum í kynningu sinni á ákvörðun peningastefnunefndar að umræðunni um að fjölgun heimila með verðtryggð lán þýði að peningastefna Seðlabankans hafi ekki lengur áhrif. „Ólíkt því sem haldið er fram í almennri umræðu skiptir þetta engu máli. Áhrifamáttur peningastefnunnar er alveg eins hvort sem hluti verðtryggðra lána er mikill eða lítill,“ segir Þórarinn. „Fullyrðingar um að peningastefnan ýti fólki í verðtryggð lán er rétt. Fullyrðingar um að hún hafi áhrif á miðlunarferli peningastefnunnar er röng.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira