Dómaraskandall í Doncaster: Hrafn sviptur titlinum daginn eftir skrautlegan sigur Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. maí 2023 13:29 Hrafn var sigurreifur þegar hann fékk titilbeltið um sig miðjan. Aðsent Íslenskur bardagakappi vann nýverið titilbardaga í ofur-léttvigt í MMA þrátt fyrir vítavert klúður tímavarðar. Daginn eftir að hann lyfti beltinu var hann á umdeildan hátt sviptur titlinum eftir kvartanir andstæðingsins. Hrafn Þráinsson þjálfar ungmenni í bardagaíþróttum hjá ræktinni RVK MMA. Hann er brúnbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og hefur undanfarin ár keppt á áhugamannamótum í MMA. Laugardaginn 20. maí fór Hrafn til Doncaster í Bretlandi að keppa ásamt góðum hópi bardagakappa á bardagakvöldi á vegum Caged Steel, einum stærstu bardagaíþróttasamtökum Bretlands. Hrafn barðist þar við hinn breska Will Bean í titilbardaga um belti í ofur-léttvigt (fyrir þá sem eru að hámarki 74,8 kíló). Hrafn vann bardagann sem litaðist af vítaverðum mistökum tímavarðar en eftirmálar bardagans voru ekki síður óvenjulegir og umdeildir. Vísir hafði samband við Hrafn til að ræða við hann um bardagann. Will Bean og Hrafn Þráinsson á leið sinni inn í búrið, misalvarlegir á svip.Aðsent Tímavörðurinn gleymdi sér „Undirbúningur gekk vel og allir spenntir. Það voru fimm Íslendingar að keppa það kvöldið frá Reykjavík MMA,“ sagði Hrafn um aðdragandann að bardaganum. Andstæðingur Hrafns var Will Bean, öflugur breskur glímukappi, sem var 3-0-0 fyrir bardagann, það er hann var enn ósigraður. Hrafn og Will Bean reyna að klukka hvor annan með hnefunum. Hér virðist hvorugur lenda höggi.Aðsent „Við áttum harm að hefna af því hann hafði unnið Tiago, strák frá Reykjavík MMA,“ sagði Hrafn um hinn breska Bean sem vann Tiago Oliveira í bardaga á síðasta ári. „Við áttum öfluga fyrstu lotu, vorum mikið fram og til baka,“ segir Hrafn en það sem hafi hins vegar gerst er að „tímavörðurinn lét lotuna ganga fram yfir tímann“ af því hann hafði gleymt að stilla klukkuna rétt. Um er að ræða MMA-bardaga með áhugamannaregluverki sem felst í því að það er bannað að setja olnboga og hné í andlit andstæðingsins og loturnar eru þrjár mínútur en ekki fimm mínútur. Í þetta skiptið varð lotan þó tæplega fjórar mínútur. Allt ætlaði um koll að keyra „Þegar það eru tíu sekúndur eftir af lotunni er hann með mig í höfuðlási. Ég vissi að það væri lítill tími eftir og að ég væri ekki í neinni hættu þannig ég ákvað að bíða þetta út, slaka á og leyfa tímanum að klárast í stað þess að eyða orku í að sprengja mig út úr því,“ sagði Hrafn um endann á lotunni. Krummi reynir að fanga athygli dómarans eftir að lotan er búin á meðan Will Bean er búinn að setja hann í uppgjafartak.Skjáskot „Það líða tíu sekúndur og bætast rúmar þrjátíu í viðbót. Þá er hann kominn á bakið á mér, allir að öskra að lotan sé búin, enginn búinn að kalla lotuna af og dómarinn eins og álfur út úr hól.“ „Ég hélt að dómarinn væri að stoppa bardagann en að Bean ætlaði ekki að hætta,“ sagði Hrafn og bætti við „þannig ég rétti út hendurnar og segi upphátt What the fuck við dómarann.“ Bean hafi þá reynt að setja Hrafn í glímutak sem heitir „rear naked choke“ sem er sígilt hengingartak sem felst í því að maður læsir höndunum utan um háls andstæðingsins og endar yfirleitt með því að það líður yfir andstæðinginn eða hann gefst upp. „Ég slæ í hendina á honum strax og hann heldur að ég hafi tap-að út, stendur upp og heldur að hann sé búinn að vinna,“ segir Hrafn. Við það fór allt í hávaðaloft og var fyrsta lotan loksins stöðvuð. Trylltir áhorfendur hrópa og fagna á bardaganum.Aðsent Mr. Bean ekki baun í bala í seinni lotum Í kjölfarið hafi dómarinn komið inn í hringinn til að bjóða Bean tvo möguleika: að halda áfram bardaganum næstu tvær loturnar eða hann færi sem „no contest“ sem felur í sér að bardaganum lýkur án sigurvegara og hann gildir ekki. „Þeir ákveða að taka næstu tvær lotur sem ég enda á að vinna,“ segir Hrafn sem lét höggin dynja á Bean næstu sex mínútur bardagans. Seinni loturnar tvær voru mjög frábrugðnar þeirri fyrstu og má segja að Will Bean hafi ekki séð til sólar.Aðsent „Ég pakkaði honum gjörsamlega saman í tvær lotur. Hann fékk held ég níutíu höfuðhögg. Þetta var eiginlega þannig að ég var farinn að halda aftur af mér,“ sagði Hrafn sem var lýstur sigurvegari að bardaganum loknum. „Ég vinn með einróma ákvörðun dómara, sigurvegari, gaman, belti, læti,“ segir Hrafn sem var þar með orðinn titilhafi í ofur-léttvigt. Í kjölfarið fékk hann stórt gullbelti um sig miðjan og gat fagnað með félögunum. En þá var sagan ekki öll. Svipbrigðin voru harla ólík hjá köppunum tveimur eftir bardagann.Skjáskot Bardaginn úrskurðaður ógildur eftir kvartanir Daginn eftir segir Hrafn að teymi Will Bean hafi farið og kvartið í dómaranefnd Caged Steel. „Þá vilja þeir fá no contest sem var búið að bjóða þeim, senda þetta fyrir einhverja nefnd og fá það í gegn,“ segir Hrafn. Bardaginn var þá úrskurðaður ógildur og Hrafn fær hvorki beltið né verðlaunaféð sem hann segir þó ekki vera mikið. Hrafn og teymið hans voru ansi sáttir með beltið og sigurinn þó þeir hafi stillt brosunum til hófs.Aðsent „En það vita allir hver vann bardagann.“ Hrafn segist jafnframt hafa sagt við Bean eftir bardagann að ef það væri einhver ágreiningur um réttmæti úrslitanna þá vildi hann að þeir myndu berjast aftur í desember. Aðspurður út í „no contest“-dóma og hversu algengir þeir séu sagði Hrafn það vera mjög óalgengt og að „kannski eitt prósent bardaga fari þannig.“ Sömuleiðis sé „sérstaklega óalgengt“ að bardagar séu úrskurðaðir þannig vegna dómaramistaka sem þessara. „Venjulega er no contest ef það er einhver sem fær hné í andlitið þegar hann er í jörðinni, sem er ólöglegt. Það gerist aldrei að tímavörðurinn sé sofandi á verðinum,“ segir Hrafn. „Svona er þetta bara stundum,“ sagði Hrafn sem var þrátt fyrir utanaðkomandi öfl ánægður með bardagann og bíður spenntur eftir því að fá að berjast aftur við Bean. „Það selur örugglega meira að það sé eitthvað drama í kringum næsta bardaga,“ segir Hrafn glettinn að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Árni Júlíusson skaut sem tekur saman bardagann og meginatriði hans, þar á meðal umdeilda fyrstu lotuna og svo hnefahöggaregn Hrafns í seinni lotunum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Hélt að hann væri búinn að vinna Will Bean greindi frá sinni hlið á bardaganum í íslenska MMA-hlaðvarpinu Fimmtu lotunni. Hann var á öðrum meiði en Hrafn og fannst dómarinn ekki hafa átt að leyfa sér að velja hvort ætti að halda bardaganum áfram. „Þegar maður er að berjast inni í búrinu er bardaginn það eina sem maður hugsar um. Maður hugsar ekki um neitt annað. Það er hlutverk dómarans og tímavarðarins að passa upp á tímann. Augljóslega hélt ég að ég hefði unnið eftir það,“ sagði Bean aðspurður út í mistök tímavarðarins. Bean var viss um að sigurinn væri í höfn eftir fyrstu lotu. Það sem hann vissi ekki var að tíminn var löngu búinn.Skjáskot „Ég var í horninu hans og heyrði teymið hans kalla time, time, time. Fyrsta hugsun mín var að ég hefði nokkrar sekúndur eftir til að klára þetta, best að ljúka þessu hratt af. Ég náði inn rear naked choke, hann tappaði og dómarinn togaði okkur í sundur. Þá stóð ég upp, gekk um búrið og hélt ég hefði unnið,“ sagði Bean. Hann hafi síðan talað við teymið sitt, fengið læknisathugun og síðan hafi dómarinn tilkynnt honum að tíminn hefði verið búinn. Þar sagðist Bean ekki hafa verið búinn að gera sér grein fyrir að lotan væri búin af því bjallan hringdi ekki. Síðan hafi tekið við nokkrar mínútur af ruglingi og gauragangi áður en bardaginn hélt áfram. Hrafn kominn á bakið á Bean.Aðsent Ósanngjarnt að láta bardagamann ákveða áframhaldið Hann sagðist ekki vilja afsaka sig en að þegar maður kláraði lotu á þennan hátt þá fengi maður algjört adrenalínsjokk. Sjálfur hafi hann varla fundið fyrir löppunum sínum í seinni lotunum. Þá viðurkenndi hann að Hrafn hafi átt seinni loturnar tvær skuldlaust. Hins vegar taldi Will Bean dómaranum og tímaverðinum einum kenna að bardaginn hefði farið svona og niðurstaðan orðið ógild. View this post on Instagram A post shared by Fimmta Lotan (@fimmtalotan) Bean játaði því að honum hefði boðist að ljúka bardaganum eftir fyrstu lotu með „no contest“ eða halda áfram að berjast. Hins vegar sagði Bean að sér fyndist slíkt boð ekki sanngjarnt á tímapunkti sem þessum. „Auðvitað segist ég ætla að halda áfram að berjast en ég held að það eigi ekki að vera ákvörðun bardagamanns,“ sagði Bean og að dómarinn ætti að ákveða þetta sjálfur. Bean sagðist að lokum vera spenntur fyrir desember þegar þeir berjast aftur og hann ætli sér að endurheimta beltið þá. Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkrar myndir frá kvöldinu: Þjálfarar Hrafns eru Magnús Ingvarsson og Bjarki Pálsson. Willl Bean viðurkenni að Hrafn hafi átt seinni tvær lotur bardagans skuldlaust.Aðsent Það gengur á ýmsu í glímunni. Stundum er maður ofan á, stundum er maður undir og stundum heldur maður þéttingsfast utan um félagann.Aðsent Hrafn og Will ræða málin eftir bardagann. Þeir ætla að berjast á ný í desember.Aðsent Hrafn var sigurreifur þegar hann fékk titilbeltið um sig miðjan.Aðsent Hópurinn sem ferðaðist til Doncaster frá RVK MMA.Aðsent MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Hrafn Þráinsson þjálfar ungmenni í bardagaíþróttum hjá ræktinni RVK MMA. Hann er brúnbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og hefur undanfarin ár keppt á áhugamannamótum í MMA. Laugardaginn 20. maí fór Hrafn til Doncaster í Bretlandi að keppa ásamt góðum hópi bardagakappa á bardagakvöldi á vegum Caged Steel, einum stærstu bardagaíþróttasamtökum Bretlands. Hrafn barðist þar við hinn breska Will Bean í titilbardaga um belti í ofur-léttvigt (fyrir þá sem eru að hámarki 74,8 kíló). Hrafn vann bardagann sem litaðist af vítaverðum mistökum tímavarðar en eftirmálar bardagans voru ekki síður óvenjulegir og umdeildir. Vísir hafði samband við Hrafn til að ræða við hann um bardagann. Will Bean og Hrafn Þráinsson á leið sinni inn í búrið, misalvarlegir á svip.Aðsent Tímavörðurinn gleymdi sér „Undirbúningur gekk vel og allir spenntir. Það voru fimm Íslendingar að keppa það kvöldið frá Reykjavík MMA,“ sagði Hrafn um aðdragandann að bardaganum. Andstæðingur Hrafns var Will Bean, öflugur breskur glímukappi, sem var 3-0-0 fyrir bardagann, það er hann var enn ósigraður. Hrafn og Will Bean reyna að klukka hvor annan með hnefunum. Hér virðist hvorugur lenda höggi.Aðsent „Við áttum harm að hefna af því hann hafði unnið Tiago, strák frá Reykjavík MMA,“ sagði Hrafn um hinn breska Bean sem vann Tiago Oliveira í bardaga á síðasta ári. „Við áttum öfluga fyrstu lotu, vorum mikið fram og til baka,“ segir Hrafn en það sem hafi hins vegar gerst er að „tímavörðurinn lét lotuna ganga fram yfir tímann“ af því hann hafði gleymt að stilla klukkuna rétt. Um er að ræða MMA-bardaga með áhugamannaregluverki sem felst í því að það er bannað að setja olnboga og hné í andlit andstæðingsins og loturnar eru þrjár mínútur en ekki fimm mínútur. Í þetta skiptið varð lotan þó tæplega fjórar mínútur. Allt ætlaði um koll að keyra „Þegar það eru tíu sekúndur eftir af lotunni er hann með mig í höfuðlási. Ég vissi að það væri lítill tími eftir og að ég væri ekki í neinni hættu þannig ég ákvað að bíða þetta út, slaka á og leyfa tímanum að klárast í stað þess að eyða orku í að sprengja mig út úr því,“ sagði Hrafn um endann á lotunni. Krummi reynir að fanga athygli dómarans eftir að lotan er búin á meðan Will Bean er búinn að setja hann í uppgjafartak.Skjáskot „Það líða tíu sekúndur og bætast rúmar þrjátíu í viðbót. Þá er hann kominn á bakið á mér, allir að öskra að lotan sé búin, enginn búinn að kalla lotuna af og dómarinn eins og álfur út úr hól.“ „Ég hélt að dómarinn væri að stoppa bardagann en að Bean ætlaði ekki að hætta,“ sagði Hrafn og bætti við „þannig ég rétti út hendurnar og segi upphátt What the fuck við dómarann.“ Bean hafi þá reynt að setja Hrafn í glímutak sem heitir „rear naked choke“ sem er sígilt hengingartak sem felst í því að maður læsir höndunum utan um háls andstæðingsins og endar yfirleitt með því að það líður yfir andstæðinginn eða hann gefst upp. „Ég slæ í hendina á honum strax og hann heldur að ég hafi tap-að út, stendur upp og heldur að hann sé búinn að vinna,“ segir Hrafn. Við það fór allt í hávaðaloft og var fyrsta lotan loksins stöðvuð. Trylltir áhorfendur hrópa og fagna á bardaganum.Aðsent Mr. Bean ekki baun í bala í seinni lotum Í kjölfarið hafi dómarinn komið inn í hringinn til að bjóða Bean tvo möguleika: að halda áfram bardaganum næstu tvær loturnar eða hann færi sem „no contest“ sem felur í sér að bardaganum lýkur án sigurvegara og hann gildir ekki. „Þeir ákveða að taka næstu tvær lotur sem ég enda á að vinna,“ segir Hrafn sem lét höggin dynja á Bean næstu sex mínútur bardagans. Seinni loturnar tvær voru mjög frábrugðnar þeirri fyrstu og má segja að Will Bean hafi ekki séð til sólar.Aðsent „Ég pakkaði honum gjörsamlega saman í tvær lotur. Hann fékk held ég níutíu höfuðhögg. Þetta var eiginlega þannig að ég var farinn að halda aftur af mér,“ sagði Hrafn sem var lýstur sigurvegari að bardaganum loknum. „Ég vinn með einróma ákvörðun dómara, sigurvegari, gaman, belti, læti,“ segir Hrafn sem var þar með orðinn titilhafi í ofur-léttvigt. Í kjölfarið fékk hann stórt gullbelti um sig miðjan og gat fagnað með félögunum. En þá var sagan ekki öll. Svipbrigðin voru harla ólík hjá köppunum tveimur eftir bardagann.Skjáskot Bardaginn úrskurðaður ógildur eftir kvartanir Daginn eftir segir Hrafn að teymi Will Bean hafi farið og kvartið í dómaranefnd Caged Steel. „Þá vilja þeir fá no contest sem var búið að bjóða þeim, senda þetta fyrir einhverja nefnd og fá það í gegn,“ segir Hrafn. Bardaginn var þá úrskurðaður ógildur og Hrafn fær hvorki beltið né verðlaunaféð sem hann segir þó ekki vera mikið. Hrafn og teymið hans voru ansi sáttir með beltið og sigurinn þó þeir hafi stillt brosunum til hófs.Aðsent „En það vita allir hver vann bardagann.“ Hrafn segist jafnframt hafa sagt við Bean eftir bardagann að ef það væri einhver ágreiningur um réttmæti úrslitanna þá vildi hann að þeir myndu berjast aftur í desember. Aðspurður út í „no contest“-dóma og hversu algengir þeir séu sagði Hrafn það vera mjög óalgengt og að „kannski eitt prósent bardaga fari þannig.“ Sömuleiðis sé „sérstaklega óalgengt“ að bardagar séu úrskurðaðir þannig vegna dómaramistaka sem þessara. „Venjulega er no contest ef það er einhver sem fær hné í andlitið þegar hann er í jörðinni, sem er ólöglegt. Það gerist aldrei að tímavörðurinn sé sofandi á verðinum,“ segir Hrafn. „Svona er þetta bara stundum,“ sagði Hrafn sem var þrátt fyrir utanaðkomandi öfl ánægður með bardagann og bíður spenntur eftir því að fá að berjast aftur við Bean. „Það selur örugglega meira að það sé eitthvað drama í kringum næsta bardaga,“ segir Hrafn glettinn að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Árni Júlíusson skaut sem tekur saman bardagann og meginatriði hans, þar á meðal umdeilda fyrstu lotuna og svo hnefahöggaregn Hrafns í seinni lotunum. View this post on Instagram A post shared by Reykjavík MMA (@rvkmma) Hélt að hann væri búinn að vinna Will Bean greindi frá sinni hlið á bardaganum í íslenska MMA-hlaðvarpinu Fimmtu lotunni. Hann var á öðrum meiði en Hrafn og fannst dómarinn ekki hafa átt að leyfa sér að velja hvort ætti að halda bardaganum áfram. „Þegar maður er að berjast inni í búrinu er bardaginn það eina sem maður hugsar um. Maður hugsar ekki um neitt annað. Það er hlutverk dómarans og tímavarðarins að passa upp á tímann. Augljóslega hélt ég að ég hefði unnið eftir það,“ sagði Bean aðspurður út í mistök tímavarðarins. Bean var viss um að sigurinn væri í höfn eftir fyrstu lotu. Það sem hann vissi ekki var að tíminn var löngu búinn.Skjáskot „Ég var í horninu hans og heyrði teymið hans kalla time, time, time. Fyrsta hugsun mín var að ég hefði nokkrar sekúndur eftir til að klára þetta, best að ljúka þessu hratt af. Ég náði inn rear naked choke, hann tappaði og dómarinn togaði okkur í sundur. Þá stóð ég upp, gekk um búrið og hélt ég hefði unnið,“ sagði Bean. Hann hafi síðan talað við teymið sitt, fengið læknisathugun og síðan hafi dómarinn tilkynnt honum að tíminn hefði verið búinn. Þar sagðist Bean ekki hafa verið búinn að gera sér grein fyrir að lotan væri búin af því bjallan hringdi ekki. Síðan hafi tekið við nokkrar mínútur af ruglingi og gauragangi áður en bardaginn hélt áfram. Hrafn kominn á bakið á Bean.Aðsent Ósanngjarnt að láta bardagamann ákveða áframhaldið Hann sagðist ekki vilja afsaka sig en að þegar maður kláraði lotu á þennan hátt þá fengi maður algjört adrenalínsjokk. Sjálfur hafi hann varla fundið fyrir löppunum sínum í seinni lotunum. Þá viðurkenndi hann að Hrafn hafi átt seinni loturnar tvær skuldlaust. Hins vegar taldi Will Bean dómaranum og tímaverðinum einum kenna að bardaginn hefði farið svona og niðurstaðan orðið ógild. View this post on Instagram A post shared by Fimmta Lotan (@fimmtalotan) Bean játaði því að honum hefði boðist að ljúka bardaganum eftir fyrstu lotu með „no contest“ eða halda áfram að berjast. Hins vegar sagði Bean að sér fyndist slíkt boð ekki sanngjarnt á tímapunkti sem þessum. „Auðvitað segist ég ætla að halda áfram að berjast en ég held að það eigi ekki að vera ákvörðun bardagamanns,“ sagði Bean og að dómarinn ætti að ákveða þetta sjálfur. Bean sagðist að lokum vera spenntur fyrir desember þegar þeir berjast aftur og hann ætli sér að endurheimta beltið þá. Hér fyrir neðan má síðan sjá nokkrar myndir frá kvöldinu: Þjálfarar Hrafns eru Magnús Ingvarsson og Bjarki Pálsson. Willl Bean viðurkenni að Hrafn hafi átt seinni tvær lotur bardagans skuldlaust.Aðsent Það gengur á ýmsu í glímunni. Stundum er maður ofan á, stundum er maður undir og stundum heldur maður þéttingsfast utan um félagann.Aðsent Hrafn og Will ræða málin eftir bardagann. Þeir ætla að berjast á ný í desember.Aðsent Hrafn var sigurreifur þegar hann fékk titilbeltið um sig miðjan.Aðsent Hópurinn sem ferðaðist til Doncaster frá RVK MMA.Aðsent
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira