„Svalasta sjöa landsins“ áfram í rauðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 15:15 Þórskonur spila í Subway deildinni næsta vetur og leikmannamálin eru að skýrast. @thormflkvk Nýliðar Þórs Akureyrar í Subway deild kvenna í körfubolta eru að ganga frá sínum leikmannamálum. Félagið hefur endursamið við tvö öfluga leikmenn og fengið til sín einn af bestu leikmönnum 1. deildarinnar í vetur. Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira