Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. maí 2023 11:01 Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum áfangastað. Vísir/Hanna Andrésdóttir „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni. Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni.
Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira