Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. maí 2023 21:00 Tónlitarmaðurinn Patrik Atlason sagði skilið við áfengi fyrir ári síðan og lífið tók kipp. Vísir/Villi „Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan. Patrik hefur verið áberandi í tónlistarheiminum síðastliðna mánuði eftir að hann gaf út lagið Prettyboitjokkó sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Patrik keyrir um á ljósbláum 14 milljóna króna Porche.Vísir/Villi „Ég fór ekki í meðferð en fór í tólf spora kerfið, AA- og Alanon fundi,“ segir Patrik einlægur og bætir við: „Eigum við ekki bara að segja að ég sé alkóhólisti þar sem þetta var ekki að gera mér neitt gott, bara slæmt.“ „Önnur stór ástæða var líka að ég fann að vín og sambönd fóru illa saman þar sem maður var ekki allt of heiðarlegur og var sama um afleiðingarnar. Ég gerði bara það sem mig langaði. Í dag er ég að reyna að vera góð manneskja og koma vel fram,“ segir Patrik. Textarnir í lögum Patriks fjalla mikið til um stelpur og má spyrja sig hvort þeir spegli fortíð hans að einhverju leyti. „Það er alveg hægt að segja það á einhvern hátt. Eins og lagið, Allar stelpurnar, þar sem textinn segir: „Þú þarft að bíða eftir mér eins og allar stelpurnar“,“ segir Patrik. Þar vísar hann til þess að undir áhrifum ráði áfengið. Ekkert annað skipti máli. Eigum við ekki bara að segja að ég sé alkóhólisti þar sem þetta var ekki að gera mér neitt gott, bara slæmt View this post on Instagram A post shared by @patrikatlason Duglegur þrátt fyrir mikla hjálp Patrik er kallaður súkkulaðierfingi, eins og hann orðar það sjálfur glettinn, uppalinn í Hafnarfirði elstur í þriggja systkina hópi. Hann segir uppeldið hafi einkennst af ást, stuðningi, aga og vinnusemi. Fjölskylda Patriks er flestum kunn en afi hans er athafnamaðurinn Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, eigandi stórfyrirtækjanna Góu og KFC. „Ég var alltaf kallaður afastrákur. Ég skulda afa mínum allt, hann er frábær,“ segir Patrik og heldur áfram: „Þó svo að ég hafi fengið hellings hjálp í lífinu hefur mér samt verið kennt að þetta veldi verður ekki til nema að allir séu að vinna. Það er margir sem kannski trúa því ekki, en ég er mjög duglegur og mikill dúer,“ segir Patrik sem starfar í markaðsdeild Góu ásamt því að keyra út og selja sælgæti fyrir fyrirtækið. Það er margir sem kannski trúa því ekki, en ég er mjög duglegur og mikill dúer Patrik byrjaði að vinna hjá Góu aðeins tólf ára gamall og hefur gert alla tíð meðfram skóla og fótbolta. Patrik var afar efnilegur knattspyrnumaður á árum áðurog spilaði meðal annar með meistaraflokki Víkings og FH. Sökum meiðsla neyddist hann til að leggja skóna á hilluna. „Það var draumurinn hjá pabba að ég væri fótboltamaður en draumur hjá mömmu að ég væri söngvari. Ég var í söngskóla Maríu Bjarkar þegar ég var yngri og hef frá því ég man eftir mér alltaf verið að troða mér upp á svið hvar sem ég gat og var mjög athyglissjúkur,“ segir Patrik sem byrjaði að semja tónlist fyrir ári síðan. Hann stefnir nú á að verða næsta poppstjarna Íslands. Heldur minningu frænda síns á lofti Patrik var sextán ára gamall þegar móðurbróður hans Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani. Hann segir að áfallið hafa kennt sér að lifa fyrir einn dag í einu og njóta augnabliksins. „Þegar maður er að fara fram úr sjálfum á sér og fer að einblína á framtíðina, hugsa ég nei. Það er bara einn dagur í einu. Maður veit aldrei, maður getur verið dauður á morgun,“ segir Patrik og svarar því játandi að honum þykir alltaf erfitt að ræða um málið. „Maður hugsar bara að mann langar að fá frænda sinn til baka en ég er ekki að hugsa út í gerandann lengur, heldur reyni ég að minnast frænda míns og halda minningu hans á lofti. „Við höldum upp á afmælið hans á hverju ári,“ segir Patrik og lýsir fjölskyldunni sem afar náinni. Þau búa nánast á sama blettinum í Hafnarfirði. Aldurinn fer í taugarnar á fólki Frægðarsól Patriks hefur risið hratt og skín skært um þessar mundir. Umfjölluninni fylgir töluverð gagnrýni og ýmsir í athugasemdakerfum fjölmiðla og á kaffistofum landsins sem hafa sitt að segja um tónlistarmanninn. „Einhverjum finnst að ég eigi ekki að haga mér eins og ég er að gera. Aldurinn hefur farið í taugarnir á sumum,“ segir Patrik sem verður 29 ára á árinu en telur sjálfur að aldurinn hjálpi til við að vera með fæturnar á jörðinni. „Ég á vini á öllum aldri en þeir sem eru aðeins eldri voru fyrst að hrista hausinn yfir því hvað ég væri að pæla þar sem ég væri sjálfur ekkert að yngjast. En svo komu þeir með skottið á milli lappanna eftir á og játa að þetta virkar hjá mér,“ segir Patrik. Hvað hefur hjálpað þér að koma þér hratt á framfæri? „Ég er að koma með eitthvað öðruvísi og nýtt að borðinu og tek sjálfan mig ekki allt of alvarlega. Ég vil bara gera þetta skemmtilegt og skapa góða stemmningu fyrir fólk,“ segir Patrik. View this post on Instagram A post shared by @patrikatlason Kvenleiki og hælaskór Patrik segist einnig hafa fundið fyrir því að fólki þykir hann ögrandi og hafi ýmislegt við klæðaburð hans að athuga. „Ég er óhræddur við að ögra norminu og hef alltaf verið gjarn að taka sénsa í fötum. En þegar ég byrjaði að vinna í tónlist síðasta sumar fór ég meira út fyrir kassann og fór að klæða mig enn meira ögrandi,“ segir Patrik sem telur stráka oft á tíðum klæða sig bara til að halda á sér hita. Hann nefnir söngvarann Harry Styles og rapparann Asap Rocky sem innblástur. Þeir klæði sig skemmtilega og öðruvísi. „Ég fer mikið í kvennaföt eiginlega bara af því að strákaföt eru svo einföld. Það er gert miklu meira fyrir stelpur í tísku sem veldur því að ég fer oft í kvennadeildina að versla,“ segir Patrik og heldur áfram: Patrik er óhræddur við að klæðast ögrandi fötum og verslar iðulega í kvennadeildinni.Helgi Ómarsson „Ég veit hvað vekur athygli. Þó svo að ég fari í taugarnar á fólki þá er ég bara að reyna að fá fólk til að hlusta og koma að horfa á mig spila þar sem þetta er það sem ég brenn fyrir. Ég vil sjá fólk dansa og skemmta sér.“ Ég fer mikið í kvennaföt og eiginleg bara af því að strákaföt eru svo einföld Ný lög á næstu dögum Slagarinn Prettyboitjokkó er fyrsta lag Patriks sem skaust upp á stjörnuhimininn í mars síðastliðnum. Hann hefur síðan þá gefið út fimm laga smáskífu auk þess sem þrjú ný lög eru væntanleg á næstu dögum og vikum. „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út og hef verið að nota þetta orð tjokkó svolítið mikið sem er rauninni bara að vera brúnn og sætur, hugsa um útlitið og taka sénsa í fatastíl. Tjokkó er annars bara slangur. Ég skrifaði það einhvern tímann niður og nota það síðan mikið í lögunum mínum þar sem mér fannst þetta orð skemmtilegt,“ segir Patrik. Misskilningur hefur verið uppi um að Patrik noti sjálfur nafnið Prettyboitjokkó. Það stuðar hann ekkert. „Ég kalla mig ekki Prettyboitjokkó, heldur geng ég undir listamannsnafninu Patrik. En fólk gerir það og það er líka allt í lagi.“ Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Blár Porsche varð fyrir valinu þegar bleikur var ekki til Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, keyrir um á ljósblárri glæsibifreið af tegundinni Porsche Taycan en hefði viljað hann bleikan. 16. maí 2023 20:01 Kærastan fegin að hafa kynnst Patrik fyrir Prettyboitjokko Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan Patrik Atlason, þekktur undir listamannanafninu Prettyboitjokko, og Friðþóra Sigurjónsdóttir eru eitt heitasta par landsins. Ást þeirra hefur blómstrað síðan þau byrjuðu að slá sér upp í síðbúinni sumarást í fyrra. 13. maí 2023 20:00 Birgitta Líf gerist umboðsmaður Prettyboitjokko: „Þetta verður næsta poppstjarna Íslands“ Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, sem einnig er þekktur sem Prettyboitjokko, hefur ráðið athafnakonuna og raunveruleikastjörnuna Birgittu Líf Björnsdóttur sem umboðsmann. 28. apríl 2023 14:05 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Patrik hefur verið áberandi í tónlistarheiminum síðastliðna mánuði eftir að hann gaf út lagið Prettyboitjokkó sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Patrik keyrir um á ljósbláum 14 milljóna króna Porche.Vísir/Villi „Ég fór ekki í meðferð en fór í tólf spora kerfið, AA- og Alanon fundi,“ segir Patrik einlægur og bætir við: „Eigum við ekki bara að segja að ég sé alkóhólisti þar sem þetta var ekki að gera mér neitt gott, bara slæmt.“ „Önnur stór ástæða var líka að ég fann að vín og sambönd fóru illa saman þar sem maður var ekki allt of heiðarlegur og var sama um afleiðingarnar. Ég gerði bara það sem mig langaði. Í dag er ég að reyna að vera góð manneskja og koma vel fram,“ segir Patrik. Textarnir í lögum Patriks fjalla mikið til um stelpur og má spyrja sig hvort þeir spegli fortíð hans að einhverju leyti. „Það er alveg hægt að segja það á einhvern hátt. Eins og lagið, Allar stelpurnar, þar sem textinn segir: „Þú þarft að bíða eftir mér eins og allar stelpurnar“,“ segir Patrik. Þar vísar hann til þess að undir áhrifum ráði áfengið. Ekkert annað skipti máli. Eigum við ekki bara að segja að ég sé alkóhólisti þar sem þetta var ekki að gera mér neitt gott, bara slæmt View this post on Instagram A post shared by @patrikatlason Duglegur þrátt fyrir mikla hjálp Patrik er kallaður súkkulaðierfingi, eins og hann orðar það sjálfur glettinn, uppalinn í Hafnarfirði elstur í þriggja systkina hópi. Hann segir uppeldið hafi einkennst af ást, stuðningi, aga og vinnusemi. Fjölskylda Patriks er flestum kunn en afi hans er athafnamaðurinn Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, eigandi stórfyrirtækjanna Góu og KFC. „Ég var alltaf kallaður afastrákur. Ég skulda afa mínum allt, hann er frábær,“ segir Patrik og heldur áfram: „Þó svo að ég hafi fengið hellings hjálp í lífinu hefur mér samt verið kennt að þetta veldi verður ekki til nema að allir séu að vinna. Það er margir sem kannski trúa því ekki, en ég er mjög duglegur og mikill dúer,“ segir Patrik sem starfar í markaðsdeild Góu ásamt því að keyra út og selja sælgæti fyrir fyrirtækið. Það er margir sem kannski trúa því ekki, en ég er mjög duglegur og mikill dúer Patrik byrjaði að vinna hjá Góu aðeins tólf ára gamall og hefur gert alla tíð meðfram skóla og fótbolta. Patrik var afar efnilegur knattspyrnumaður á árum áðurog spilaði meðal annar með meistaraflokki Víkings og FH. Sökum meiðsla neyddist hann til að leggja skóna á hilluna. „Það var draumurinn hjá pabba að ég væri fótboltamaður en draumur hjá mömmu að ég væri söngvari. Ég var í söngskóla Maríu Bjarkar þegar ég var yngri og hef frá því ég man eftir mér alltaf verið að troða mér upp á svið hvar sem ég gat og var mjög athyglissjúkur,“ segir Patrik sem byrjaði að semja tónlist fyrir ári síðan. Hann stefnir nú á að verða næsta poppstjarna Íslands. Heldur minningu frænda síns á lofti Patrik var sextán ára gamall þegar móðurbróður hans Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani. Hann segir að áfallið hafa kennt sér að lifa fyrir einn dag í einu og njóta augnabliksins. „Þegar maður er að fara fram úr sjálfum á sér og fer að einblína á framtíðina, hugsa ég nei. Það er bara einn dagur í einu. Maður veit aldrei, maður getur verið dauður á morgun,“ segir Patrik og svarar því játandi að honum þykir alltaf erfitt að ræða um málið. „Maður hugsar bara að mann langar að fá frænda sinn til baka en ég er ekki að hugsa út í gerandann lengur, heldur reyni ég að minnast frænda míns og halda minningu hans á lofti. „Við höldum upp á afmælið hans á hverju ári,“ segir Patrik og lýsir fjölskyldunni sem afar náinni. Þau búa nánast á sama blettinum í Hafnarfirði. Aldurinn fer í taugarnar á fólki Frægðarsól Patriks hefur risið hratt og skín skært um þessar mundir. Umfjölluninni fylgir töluverð gagnrýni og ýmsir í athugasemdakerfum fjölmiðla og á kaffistofum landsins sem hafa sitt að segja um tónlistarmanninn. „Einhverjum finnst að ég eigi ekki að haga mér eins og ég er að gera. Aldurinn hefur farið í taugarnir á sumum,“ segir Patrik sem verður 29 ára á árinu en telur sjálfur að aldurinn hjálpi til við að vera með fæturnar á jörðinni. „Ég á vini á öllum aldri en þeir sem eru aðeins eldri voru fyrst að hrista hausinn yfir því hvað ég væri að pæla þar sem ég væri sjálfur ekkert að yngjast. En svo komu þeir með skottið á milli lappanna eftir á og játa að þetta virkar hjá mér,“ segir Patrik. Hvað hefur hjálpað þér að koma þér hratt á framfæri? „Ég er að koma með eitthvað öðruvísi og nýtt að borðinu og tek sjálfan mig ekki allt of alvarlega. Ég vil bara gera þetta skemmtilegt og skapa góða stemmningu fyrir fólk,“ segir Patrik. View this post on Instagram A post shared by @patrikatlason Kvenleiki og hælaskór Patrik segist einnig hafa fundið fyrir því að fólki þykir hann ögrandi og hafi ýmislegt við klæðaburð hans að athuga. „Ég er óhræddur við að ögra norminu og hef alltaf verið gjarn að taka sénsa í fötum. En þegar ég byrjaði að vinna í tónlist síðasta sumar fór ég meira út fyrir kassann og fór að klæða mig enn meira ögrandi,“ segir Patrik sem telur stráka oft á tíðum klæða sig bara til að halda á sér hita. Hann nefnir söngvarann Harry Styles og rapparann Asap Rocky sem innblástur. Þeir klæði sig skemmtilega og öðruvísi. „Ég fer mikið í kvennaföt eiginlega bara af því að strákaföt eru svo einföld. Það er gert miklu meira fyrir stelpur í tísku sem veldur því að ég fer oft í kvennadeildina að versla,“ segir Patrik og heldur áfram: Patrik er óhræddur við að klæðast ögrandi fötum og verslar iðulega í kvennadeildinni.Helgi Ómarsson „Ég veit hvað vekur athygli. Þó svo að ég fari í taugarnar á fólki þá er ég bara að reyna að fá fólk til að hlusta og koma að horfa á mig spila þar sem þetta er það sem ég brenn fyrir. Ég vil sjá fólk dansa og skemmta sér.“ Ég fer mikið í kvennaföt og eiginleg bara af því að strákaföt eru svo einföld Ný lög á næstu dögum Slagarinn Prettyboitjokkó er fyrsta lag Patriks sem skaust upp á stjörnuhimininn í mars síðastliðnum. Hann hefur síðan þá gefið út fimm laga smáskífu auk þess sem þrjú ný lög eru væntanleg á næstu dögum og vikum. „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út og hef verið að nota þetta orð tjokkó svolítið mikið sem er rauninni bara að vera brúnn og sætur, hugsa um útlitið og taka sénsa í fatastíl. Tjokkó er annars bara slangur. Ég skrifaði það einhvern tímann niður og nota það síðan mikið í lögunum mínum þar sem mér fannst þetta orð skemmtilegt,“ segir Patrik. Misskilningur hefur verið uppi um að Patrik noti sjálfur nafnið Prettyboitjokkó. Það stuðar hann ekkert. „Ég kalla mig ekki Prettyboitjokkó, heldur geng ég undir listamannsnafninu Patrik. En fólk gerir það og það er líka allt í lagi.“
Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Blár Porsche varð fyrir valinu þegar bleikur var ekki til Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, keyrir um á ljósblárri glæsibifreið af tegundinni Porsche Taycan en hefði viljað hann bleikan. 16. maí 2023 20:01 Kærastan fegin að hafa kynnst Patrik fyrir Prettyboitjokko Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan Patrik Atlason, þekktur undir listamannanafninu Prettyboitjokko, og Friðþóra Sigurjónsdóttir eru eitt heitasta par landsins. Ást þeirra hefur blómstrað síðan þau byrjuðu að slá sér upp í síðbúinni sumarást í fyrra. 13. maí 2023 20:00 Birgitta Líf gerist umboðsmaður Prettyboitjokko: „Þetta verður næsta poppstjarna Íslands“ Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, sem einnig er þekktur sem Prettyboitjokko, hefur ráðið athafnakonuna og raunveruleikastjörnuna Birgittu Líf Björnsdóttur sem umboðsmann. 28. apríl 2023 14:05 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Blár Porsche varð fyrir valinu þegar bleikur var ekki til Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, keyrir um á ljósblárri glæsibifreið af tegundinni Porsche Taycan en hefði viljað hann bleikan. 16. maí 2023 20:01
Kærastan fegin að hafa kynnst Patrik fyrir Prettyboitjokko Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan Patrik Atlason, þekktur undir listamannanafninu Prettyboitjokko, og Friðþóra Sigurjónsdóttir eru eitt heitasta par landsins. Ást þeirra hefur blómstrað síðan þau byrjuðu að slá sér upp í síðbúinni sumarást í fyrra. 13. maí 2023 20:00
Birgitta Líf gerist umboðsmaður Prettyboitjokko: „Þetta verður næsta poppstjarna Íslands“ Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, sem einnig er þekktur sem Prettyboitjokko, hefur ráðið athafnakonuna og raunveruleikastjörnuna Birgittu Líf Björnsdóttur sem umboðsmann. 28. apríl 2023 14:05