Biðlar til ökumanna að stoppa á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2023 21:05 Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Húnabyggðar biðlar til ferðamanna um að þeir stoppi á Blönduósi þegar þeir keyra í gegnum bæjarfélagið, ekki bara að stoppa til að fara á salerni eða að fá sér pylsu. Um sjö hundruð þúsund bílar keyra í gegnum Blönduós árlega og stoppa fæstir þeirra á staðnum. Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Eins og allir vita þá liggur hringvegurinn í gegnum Blönduós en á sama tíma gengur heimamönnum illa að fá ökumenn til að stoppa í bæjarfélaginu, flestir bruna bara í gegnum bæinn. Sveitarstjórinn vill að sjálfsögðu að ökumenn stoppi þegar þeir fara í gegnum Blönduós enda margt að sjá þar. „Blönduós er ekki bara pylsa en það er kannski þannig, sem flestir landsmenn þekkja Blönduós að keyra í gegnum bæinn og mögulega að stoppa á N1 og fá sér eina pullu,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar. “Við viljum endilega fá fólkið til þess að stoppa og skoða okkur aðeins betur af því að hér er margt að gera og til dæmis síðustu fimm árin eða meira jafnvel hefur sundlaugin alltaf verið að trekkja meira og meira að og er orðin svolítið þekkt á meðal fjölskyldufólks, sem stoppar hér og slakar á áður en það heldur síðan sínu ferðalagi áfram, “ bætir Pétur við. Sundlaugin á Blönduósi er alltaf að vera vinsælli og vinsælli hjá ferðafólki enda frábær aðstaða þar og gaman að koma.Róbert Daníel Jónsson. Pétur biðlar til íslenskra og erlendra ferðamanna að hika ekki við að stoppa á Blönduósi á ferð sinni um svæðið. „Já, ég hvet alla til að koma og beygja aðeins inn í bæinn í sumar þegar þeir keyra hérna í gegn. Hér er margt að sjá og margt að upplifa. Það er komin nýr veitingastaður og nýtt hótel og svo eru náttúrulega veitingastaðir hér fyrir þannig að það er bara um að gera að tékka á þessu,“ segir Pétur. Og svo má ekki gleyma Prjónagleðinni, sem verður aðra helgina í júní á Blönduósi og Húnavakan verður um miðjan júlí. „Þannig að við hlökkum bara öll mikið til sumarsins,“ segir sveitarstjóri Húnabyggðar. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hvetur ferðalanga til að stoppa á Blönduósi í sumar enda margt spennandi þar að sjá og gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Húnabyggðar
Húnabyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira