Haaland valinn besti leikmaður tímabilsins á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 10:45 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City. Clive Rose/Getty Images Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Haaland er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni og hefur Norðmaðurinn heldur betur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Framherjinn gerði sér lítið fyrir og bætti markamet deildarinnar, en hann hefur skorað 36 mörk í 35 deildarleikjum fyrir Menchester City. Lokaumferð deildarinnar er enn eftir og því gæti Haaland enn bætt í metið þegar Englandsmeistararnir sækja Brentford heim á morgun. It had to be him!@ErlingHaaland is your @EASPORTSFIFA Player of the Season 🤩#PLAwards | @ManCity pic.twitter.com/MxI9cpE8QX— Premier League (@premierleague) May 27, 2023 Andrew Cole og Alan Shearer áttu markametið í deildinni, en þeir skoruðu báðir 34 mörk á einu tímabili þegar leiknir voru 42 leikir á tímabili í stað 38 eins og deildin er í dag. Alls hefur Haaland skorað 52 mörk fyrir Manchester City í öllum keppnum á tímabilinu, en aðeins Dixie Dean hefur skorað meira fyrir lið í efstu deild á Englandi. Það gerði hann með Everton tímabilið 1927-1928 þegar hann skoraði 63 mörk. Norðmaðurinn er fjórði leikmaður Manchester City til að hreppa verðlaunin, en þetta er einnig fjórða tímabilið í röð sem leikmaður liðsins er valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni. Vincent Kompany var fyrsti leikmaður liðsins til að vinna verðlaunin tímabilið 2011-2012, Kevin De Bruyne vann þau svo tvisvar tímabilin 2019-202 og 2021-2022 og í millitíðinni fékk Ruben Dias verðlaunin tímabilið 2020-2021. Með Manchester City hefur Haaland nú þegar orðið enskur meistari og liðið er komið í úrslitaleiki bæði í FA-bikarnum og Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira