Fótbolti

Fiorentina með magnaða endur­komu gegn læri­sveinum Mourin­ho

Aron Guðmundsson skrifar
Úr leik dagsins
Úr leik dagsins Vísir/Getty

Fiorentina vann í dag magnaðan endur­komu­sigur á Roma er liðin mættust í ítölsku úr­vals­deildinni. Loka­tölur á Stadio Artemio Franchi leik­vanginum 2-1 sigur Fiorentina.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Roma því strax á 11. mínútu kom Stephan El-Shaarawy liðinu yfir með marki eftir stoð­sendingu Ola Sol­bakken.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 85. mínútu þegar að Luka Jo­vic jafnaði metin fyrir heima­menn í Fiorentina með marki eftir stoð­sendingu frá Rolando Man­drag­ora.

Stemningin var með Fiorentina í liði þessar mínúturnar og þremur mínútum síðar, nánar til­tekið á 88. mínútu, skoraði Jon­a­t­han I­koné sigur­mark leiksins og full­komnaði um leið magnaða endur­komu heima­manna.

Sigurinn gerir það að verkum að Fiorentina er komið upp í 8. sæti ítölsku úr­vals­deildarinnar með 53 stig.

Roma tapaði hins vegar mikil­vægum stigum í Evrópu­bar­áttunni og er liðið nú í 6. sæti með 60 stig, einu stigi fyrir ofan Juventus og einu stigi á eftir Atalanta sem situr í 5. sæti.

Liðin í kringum Roma eiga öll leik til góða á læri­sveina Mourin­ho og í næstu viku fer síðan fram loka­um­ferð ítölsku úr­vals­deildarinnar.

Áður en að henni kemur á Roma hins vegar úr­slita­leik fram undan í Evrópu­deildinni þar sem að liðið mætir spænska liðinu Sevilla.

Roma á ekki enn séns á því að tryggja sér sæti í Meistara­deild Evrópu í gegnum ítölsku úr­vals­deildarinnar. Takist liðinu hins vegar að vinna Evrópu­deildina tryggir það sér um leið sæti í Meistara­deildinni á næsta tíma­bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×