Fótbolti

Draum­kennd byrjun lagði grunninn að góðum sigri Inter Milan

Aron Guðmundsson skrifar
Leikmenn Inter Milan fagna einu marka sinna í kvöld
Leikmenn Inter Milan fagna einu marka sinna í kvöld Vísir/Getty

Inter Milan vann í kvöld mikil­vægan 3-2 sigur á Atalanta er liðin mættust í ítölsku úr­vals­deildinni.

Leikurinn fór fram á Giu­seppe Meazza leik­vanginum í Mílanó en heima­menn byrjuðu leikinn afar vel og voru á fyrstu þremur mínútunum búnir að skora tvö mörk.

Mörkin skoruðu þeir Nicoló Barella og Romelu Luka­ku en leik­menn Atalanta heillum horfnir á þessum tíma­punkti, gjör­sam­lega sofandi.

Þeir náðu hins vegar að vakna til lífsins og á 36. mínútu sá Mario Pasalic til þess að Atalanta minnkaði muninn. Pasalic kom boltanum í netið eftir stoð­sendingu frá Giorgio Scal­vini.

Staðan í hálf­leik var því 2-1, Inter Milan í vil en á 77. mínútu fór Lautaro Martinez langt með að tryggja liðinu sigur með marki eftir stoð­sendingu frá Marcelo Brozo­vic.

André Onana, mark­vörður Inter Milan, varð fyrir því ó­láni að skora sjálfs­mark þegar komið var í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma en það kom þó ekki að sök. Inter Milan sigldi heim 3-2 sigri.

Sigurinn gerir það að verkum að liðið hoppar upp í 2. sæti ítölsku úr­vals­deildarinnar og setur um leið pressu á Lazio sem situr í 3. sæti með einu stigi minna og leik til góða.

Atalanta er í 5. sæti deildarinnar með 51 stig en liðið háir harða Evrópu­bar­áttu um þessar mundir við AC Milan, Roma og Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×