„Var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót“ Jón Már Ferro skrifar 27. maí 2023 22:13 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þróttur Reykjavík gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Vals úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna í kvöld með mögnuðum endurkomusigri. „Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
„Ég get ekki lýst því. Bikarinn er allt öðruvísi keppni heldur en Íslandsmótið. Þetta er rosalega sætur sigur. Sérstaklega að sjá hann inni þarna í lokinn. Ég er ótrúlega glöð með þetta,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 2-1 sigur á móti Val í Mjólkurbikarnum. Valur komst yfir eftir fimm mínútna leik þegar Haley Lanier Berg skoraði eftir laglegan undirbúning Jamia Fields. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að halda boltanum nógu vel. Þetta var svolítið strembið og þær skoruðu snemma sem gaf tón inn í leikinn. Við áttum góða hálfleiksræðu og komum mjög sterkar inn í seinni hálfleikinn. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik og náðum að klína inn tveimur mörkum sem ég er ótrúlega sátt með,“ sagði Álfhildur. Hún spilaði vel í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns og braut ófáar sóknir Vals á bak aftur. „Við vorum ekki með nógu mikið sjálfstraust og vorum hræddar við að halda boltanum. Það var heldur ekki nógu mikil trú á okkur sjálfar en sýndum í seinni hálfleik að við getum haldið bolta og vorum óhræddar við að spila,“ sagði Álfhildur. Hún stýrði spilinu vel á miðjunni. Samherjar hennar framar á vellinum misstu boltann þó oftar en ekki þegar þær voru við það að komast í góða stöðu í og við teig Vals. „Við vorum að gefa boltann frá okkur, negla honum upp. Í staðinn fyrir að gera það sem við gerum best. Að spila í gegn. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Leikmenn beggja liða voru eðlilega orðnir þreyttir. Þegar lítið var eftir af leiknum benti ekkert annað til þess en að spilaðar yrðu þrjátíu mínútur til viðbótar til að skera úr um sigurvegara. „Maður var alveg orðin svolítið þreyttur og var að vona að við myndum klára þetta. Ég var ekki alveg að nenna þrjátíu mínútum í viðbót,“ Álfhildur. Sóknarleikur Þróttar varð mun betri í seinni hálfleik. „Í hálfleik náðum við að peppa okkur. Ef að þær gátu skorað í fyrri þá gátum við alveg skorað tvö í seinni. Það þurfti bara smá trú. Það kom þarna í lokin,“ sagði Álfhildur. Þróttur spilar ekki með eiginlega kantmenn heldur tvo framherja og þrjá miðjumenn þar fyrir aftan. Þar af leiðandi er oftar en ekki lítið um kantspil. „Katy (Katherine Amanda Cousins) er rosalega góð í að fá hann í fætur og við erum með aðra góða leikmenn, eins og Kötlu (Tryggvadóttur) og Sæunni (Björnsdóttur), á miðjunni sem geta haldið bolta og spilað á milli lína. Þær voru að loka vel á miðjuna hjá okkur. Þannig það var erfitt að finna hana í gegn. Við erum allar góðar að spila boltanum, sama hvar það er á vellinum. Það tókst að lokum,“ sagði Álfhildur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira