Íbúðaverð virðist stöðugt en sveiflur í meðalkaupverði sérbýla Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 07:53 Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Vísir/Arnar Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í apríl og hefur því hækkað um 2,6 prósent á síðustu þremur mánuðum. Virðist íbúðaverð vera nokkuð stöðugt. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira