Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Íbúar hafa skeggrætt stigann á íbúahópi Breiðholts og segja hann stinga í stúf við umhverfi sitt. Vísir/Vilhelm Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið valinn af íbúum í íbúakosningu í samráðsverkefninu Betri Reykjavík hefur stiginn reynst afar umdeildur. Íbúi sem hafði samband við fréttastofu vegna stigans kvartaði undan samráðsleysi og skorti á grenndarkynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stálstiga. Í svörum frá Reykjavíkurborg kemur fram að verkefnið hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn fylgi malarslóða sem liggi í gegnum skóginn. Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari framkvæmdum á vegum samráðsverkefnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 atkvæði í rafrænum kosningum árið 2021 og var áttunda vinsælasta verkefnið sem valið var af íbúum til framkvæmda. Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri á vegum Reykjavíkurborgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í samtali við Vísi að sjaldgæft sé að samráðsverkefni reynist jafn umdeild eins og stiginn í Breiðholti. „Þetta var ein af vinsælustu hugmyndunum að verkefnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verkefni sem eru kosin en inni á milli koma tillögur að vinsælum verkefnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór framkvæmd og við leggjum mikið upp úr því að auglýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verkefni sem valin eru til framkvæmda. Verkefnin fara líka í kynningu hjá íbúðaráðum hverfanna í kjölfarið.“ Þannig hafi þrekstiginn hafi meðal annars fengið umfjöllun í íbúðaráði Breiðholts. Stiginn mun að sögn Eiríks fylgja malarslóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningarsvæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupaleiðir í kringum Breiðholt og Elliðarárdal verða merktar. Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir Muni endast Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingarstigi líkt og tillaga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta aðgengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Eiríks var orðið ábótavant. „Einhverjir lögðu til að þetta yrði tréstigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær íbúum allan ársins hring,“ segir Eiríkur. Hann segir þessa útfærslu auk þess hafa verið valda til þess að lágmarka jarðrask. Framkvæmdir við stigann séu auk þess enn yfirstandandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní. „Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verkefni sem við getum verið stolt af.“ Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir „Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30. maí 2023 09:44