Breytingastjórnun, krasskúrs fyrir Kópavogsbæ Haraldur R Ingvason skrifar 30. maí 2023 17:00 Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun