Ein besta handboltakona Íslands hætti í handbolta í hálft ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 10:01 Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær með Haukum í vetur og enn betri í úrslitakeppninni heldur en í deildarkeppninni. Vísir/Hulda Margrét Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn í kvennahandboltanum í vetur eftir frábæra frammistöðu með Haukum í Olís deild kvenna, fyrst í deildinni en síðan enn frekar í úrslitakeppninni þar sem hið unga lið Hauka kom mjög á óvart. Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Elín Klara er að margra mati besta handboltakona tímabilsins og er án vafa á topplistum flestra. Það var því við hæfi að Sigurlaug Rúnarsdóttir endaði tímabilið hjá Kvennakastinu með því að ræða við þessa frábæru handboltakonu. Vísir/Vilhelm Elín heldur ekki upp á nítján ára afmælið sitt fyrr en í september en hún er þegar komin með talsverða reynslu af Olís deildinni. Í vetur var hún með 6,9 mörk og 3,8 stoðsendingar í leik og bjó því til meira tíu mörk að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni sló Haukaliðið Fram út í fyrstu umferð og fór síðan alla leið í oddaleik á móti deildar- og bikarmeisturum ÍBV. Elín skoraði 58 mörk í sjö leikjum í úrslitakeppninni eða 8,3 mörk í leik sem var mun meira en hún skoraði í deildarkeppninni. Var lengi að velja Silla spjallaði við Elínu Klöru um tímabilið, þjálfarbreytingar og framtíðina. Hún var líka í fótbolta og þurfti að velja á milli. Vísir/Hulda Margrét „Ég var lengi líka í fótbolta, æfði þá handbolta og fótbolta. Haukarnir unnu vel saman með handboltann og fótboltann en það var engin pressa á mér hvort ég ætti að velja handboltann eða fótboltann. Ég fann það bara sjálf,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir. „Ég var lengi í báðum greinum og út allan grunnskólann og svo á fyrsta ári í framhaldsskóla. Ég var mjög lengi að velja og hætti eiginlega í handbolta í hálft ár um það bil. ,“ sagði Elín Klara. Þakklát fyrir það í dag „Ég var bara í fótboltanum og ætlaði að velja fótboltann. Svo kom ég inn í Haukaliðið eftir ármótin 2020 og fann mig það vel að ég valdi handboltann,“ sagði Elín. „Ég var loksins búin að finna þessa tilfinningu. Pabbi var alltaf að tala um að þetta muni koma hjá þér en ég var ekki á því. Svo kom það og þetta varð bara handboltinn á endanum. Ég er alveg þakklát fyrir það í dag,“ sagði Elín Klara. Handboltaheili sem horfir mikið á handbolta Silla vildi fá að vita hvort að Elín Klara væri handboltaheili. „Ég horfi mikið á handbolta og mér finnst það hjálpa. Ég pæli líka mikið í hlutunum þegar ég horfi á leikina aftur. Ég skoða hvað ég gæti gert betur, skjóta þarna eða gefa boltann frekar inn á línu. Ég myndi því segja að ég væri handboltaheili,“ sagði Elín Klara. Elín Klara var að klára stúdentinn í Flensborg og mikill tími fer því íþróttir og skóla. Silla forvitnaðist um frekari áhugamál hjá stelpunni fyrir utan handboltann. Vísir/Sigurjón Gaman að elda og baka „Ég er náttúrulega bara í skóla en svo finnst mér mjög gaman að elda og baka. Ég er líka mikið fyrir það að ferðast. Inn á milli þá nær maður eitthvað að ferðast þótt að það sé mikið að gerast,“ sagði Elín. „Ég myndi samt frekar segja að baka en að elda. Ég baka oft bananabrauð og kanilsnúða. Ég passa upp á mataræðið, að borða vel og borða hollt. Ég passa mig á því að fá tvær stórar máltíðir yfir daginn. Maður þarf líka að passa upp á þetta þegar maður er að æfa mikið,“ sagði Elín. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Olís-deild kvenna Haukar Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira