Óábyrgt af ráðherra að tala gegn uppbyggingu í Skerjafirði Árni Sæberg skrifar 31. maí 2023 13:01 Alexandra Briem er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Sigurjón Íbúar í Skerjafirði í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af uppbyggingu á svæðinu og áhrifum hennar á græn svæði. Umhverfisráðherra vill stöðva áformin en formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir uppbygginguna gríðarlega mikilvæga. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira