Umfjöllun og viðtal: Þróttur - Valur 1-2 | Sigur Valskvenna í toppslagnum Stefán Snær Ágústsson skrifar 31. maí 2023 21:29 Þróttur er með í toppbaráttunni í ár. VÍSIR/VILHELM Valur vann 2-1 útisigur á Þrótti í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er því áfram í efsta sæti deildarinnar en Þróttur er í öðru sæti. Leikurinn hófst snögglega en Valskonur mættu vel stemmdar til leiks, líklega með hefndarhug eftir að Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi. Það tók aðeins fjórar mínútur fyrir Val að ná forskotinu. Anna Rakel Pétursdóttir lyfti boltanum inn í teig og Bryndís Arna Níelsdóttir stökk hæst allra og skallaði boltanum yfir Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki Þróttar. Yfirburðir Vals héldu áfram og virtust Þróttarar skelkaðar og náðu ekkert til boltans. Það lá því í loftinu þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna á fjórtándu mínútu. Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals sendi frábæra sendingu yfir vörn Þróttar og þar var Bryndís Arna aftur mætt til að klára fagmannlega með hliðarfæti í nær hornið. Valur með algjöra yfirburði og hætta á að þær myndu hreinlega valta yfir heimaliðið. Þróttur sýndi betri takta á síðasta korteri fyrri hálfleiks og náðu að stoppa blæðinguna tímabundið. Í seinni hálfleik kom heimaliðið mun ferskara út og byrjaði að pressa á Val. Voru þær snöggar að ná inn marki en þar á ferð var Tanya Boychuck. Fyrirgjöf frá Jelena Kujundzic sem Arna Sif Ásgrímsdóttir í vörn Vals náði ekki að hreinsa og boltinn féll fyrir Tanya, sem tók hann framhjá markmanni og kláraði snyrtilega í autt mark. Lokamínútur voru því afar spennandi enda lítið á milli liðanna. Þróttur var meira með boltann en Valskonur sýndu hættu úr skyndisóknum, sérstaklega Ásdís Karen Halldórsdóttir, sem var stanslaus ógn á vinstri kantinum. Þrátt fyrir betri seinni hálfleik voru heimakonur ekki beittar framávið og bjuggu ekki til nægileg markatækifæri. Sóknarkraftar Kötlu Tryggvadóttur, sem meiddist í síðasta leik, var sárt saknað. Valskonur náðu að lokum að halda úti mikilvægum sigri í toppslagi umferðarinnar, lokatölur 1-2 fyrir Val. Af hverju vann Valur? Valskonur byrjuðu leikinn hraðar og af meira krafti. Klárt var að liðið ætlaði að hefna fyrir bikartapið og voru þær ekki lengi að hefja markasöfnun. Boltinn flæddi vel innan Valsliðsins og þær spiluðu af meira hungri en heimaliðið. Þróttarar virtust gestir í fyrsta hálftíma en liðið snerti ekki mikið boltann. Leikplanið þeirra virtist vera að spila á skyndisóknum en án Kötlu Tryggvadóttur var ekki nægilegur hraði upp kantinn og var Tayna Boychuk oft einangruð frammi, umkringd varnarvegg Vals. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir átti sterka innkomu inn í liðið en mörkin hennar gerðu gæfumuninn. Hjá Val átti Málfríður Anna Eiríksdóttir sterkan leik á miðjunni og fyrirliðin Elísa Viðarsdóttir var áberandi að stjórna liðinu, auk þess sem hún lagði upp sigurmarkið. Hjá heimaliðinu var Sæunn Björnsdóttir áberandi með hættulegar fyrirgjafir og Tayna Boychuk ógnandi frammi, þótt hún færi hennar hafi verið af skornum skammti. Hvað gekk illa? Þróttur náði ekki að halda boltanum innan liðsins en aðal liðsstjórnandi þeirra, Katie Cousins, var þögul. Þegar heimaliðið fékk boltann og reyndi að senda hann yfir varnarlínu Vals var ekki nægilegur hraði frammi til að ógna. Hvað gerist næst? Valskonur fara sáttar heim með þrjú dýrmæt stig og sæti á toppi deildarinnar en þær fá Þór/KA í heimsókn á Hlíðarenda í næstu viku. Þróttarar verða svekktir að hafa tapað í fyrsta sinn á heimavelli á þessu ári en munu taka sjálfstraust úr því að hafa tekið þátt í leik um toppsætið. Laugardalsliðið kíkir á Krókinn í næstu umferð þar sem þær mæta Tindastól. Nik: Þær gripu okkur kaldar Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur með hvernig hans lið hóf leikinn.Vísir/Diego Þjálfari Þróttar, Nik Chamberlain, var svekktur en vongóður við leikslok. „Ég er svekktur hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum kærulausar í byrjun. Að fara tvö mörk undir gegn Val er mjög erfið áskorun.“ „Eftir að við róuðum okkur komumst við inn í leikinn. Við bjuggum ekki til mikið af færum, Sæunn fékk eitt í fyrri hálfleik og svo fengum við markið en Valur bjó ekki til mörg færi heldur.“ Nik sagðist svekktur með byrjun síns liðs. „Þetta var ágætur leikur, eftir að þær náðu tveggja marka forskoti voru þær ánægðar að sitja bara til baka og spila á skyndisóknum. Ég er mjög svekktur hvernig við byrjuðum leikinn.“ Valskonur byrjuðu leikinn hratt og voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik. „Við vorum kærulaus. Leikmenn voru ekki að vanda sig og vilja taka ábyrgð á boltanum. Við vorum einfaldlega kærulaus með boltann.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum síðasta Laugardag en gestirnir mættu til leiks með hefndahug. „Við sögðum stelpunum fyrir leik að þær myndu komu út með flugelda í rassgatinu og það er það sem þær gerðu. Við vorum aðeins kaldar í upphafi.“ „Mér fannst við ekki verri en á laugardaginn, mér fannst stelpurnar bara ekki vera að búast við orkunni sem þær komu með í byrjun, þær gripu okkur kaldar.“ Þrátt fyrir tapið finnst Nik margt jákvætt í frammistöðunni og er hann sammála að markmiðið er að spila fleiri leiki í sumar þar sem er verið að etja kappi um toppsætið. „Algjörlega, algjörlega. Bara úrslitin þurfa að vera aðeins betri en við fórum tvö mörk undir og sýndum kjark að koma okkur aftur í leikinn. Við brotnuðum ekki saman, við rifum okkur í gang. Mér finnst það jákvætt að við fórum undir en sýndum kjark til að komast aftur í leikinn, stjórna honum og gera réttu hlutina.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur
Valur vann 2-1 útisigur á Þrótti í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er því áfram í efsta sæti deildarinnar en Þróttur er í öðru sæti. Leikurinn hófst snögglega en Valskonur mættu vel stemmdar til leiks, líklega með hefndarhug eftir að Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi. Það tók aðeins fjórar mínútur fyrir Val að ná forskotinu. Anna Rakel Pétursdóttir lyfti boltanum inn í teig og Bryndís Arna Níelsdóttir stökk hæst allra og skallaði boltanum yfir Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki Þróttar. Yfirburðir Vals héldu áfram og virtust Þróttarar skelkaðar og náðu ekkert til boltans. Það lá því í loftinu þegar gestirnir tvöfölduðu forystuna á fjórtándu mínútu. Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals sendi frábæra sendingu yfir vörn Þróttar og þar var Bryndís Arna aftur mætt til að klára fagmannlega með hliðarfæti í nær hornið. Valur með algjöra yfirburði og hætta á að þær myndu hreinlega valta yfir heimaliðið. Þróttur sýndi betri takta á síðasta korteri fyrri hálfleiks og náðu að stoppa blæðinguna tímabundið. Í seinni hálfleik kom heimaliðið mun ferskara út og byrjaði að pressa á Val. Voru þær snöggar að ná inn marki en þar á ferð var Tanya Boychuck. Fyrirgjöf frá Jelena Kujundzic sem Arna Sif Ásgrímsdóttir í vörn Vals náði ekki að hreinsa og boltinn féll fyrir Tanya, sem tók hann framhjá markmanni og kláraði snyrtilega í autt mark. Lokamínútur voru því afar spennandi enda lítið á milli liðanna. Þróttur var meira með boltann en Valskonur sýndu hættu úr skyndisóknum, sérstaklega Ásdís Karen Halldórsdóttir, sem var stanslaus ógn á vinstri kantinum. Þrátt fyrir betri seinni hálfleik voru heimakonur ekki beittar framávið og bjuggu ekki til nægileg markatækifæri. Sóknarkraftar Kötlu Tryggvadóttur, sem meiddist í síðasta leik, var sárt saknað. Valskonur náðu að lokum að halda úti mikilvægum sigri í toppslagi umferðarinnar, lokatölur 1-2 fyrir Val. Af hverju vann Valur? Valskonur byrjuðu leikinn hraðar og af meira krafti. Klárt var að liðið ætlaði að hefna fyrir bikartapið og voru þær ekki lengi að hefja markasöfnun. Boltinn flæddi vel innan Valsliðsins og þær spiluðu af meira hungri en heimaliðið. Þróttarar virtust gestir í fyrsta hálftíma en liðið snerti ekki mikið boltann. Leikplanið þeirra virtist vera að spila á skyndisóknum en án Kötlu Tryggvadóttur var ekki nægilegur hraði upp kantinn og var Tayna Boychuk oft einangruð frammi, umkringd varnarvegg Vals. Hverjar stóðu upp úr? Bryndís Arna Níelsdóttir átti sterka innkomu inn í liðið en mörkin hennar gerðu gæfumuninn. Hjá Val átti Málfríður Anna Eiríksdóttir sterkan leik á miðjunni og fyrirliðin Elísa Viðarsdóttir var áberandi að stjórna liðinu, auk þess sem hún lagði upp sigurmarkið. Hjá heimaliðinu var Sæunn Björnsdóttir áberandi með hættulegar fyrirgjafir og Tayna Boychuk ógnandi frammi, þótt hún færi hennar hafi verið af skornum skammti. Hvað gekk illa? Þróttur náði ekki að halda boltanum innan liðsins en aðal liðsstjórnandi þeirra, Katie Cousins, var þögul. Þegar heimaliðið fékk boltann og reyndi að senda hann yfir varnarlínu Vals var ekki nægilegur hraði frammi til að ógna. Hvað gerist næst? Valskonur fara sáttar heim með þrjú dýrmæt stig og sæti á toppi deildarinnar en þær fá Þór/KA í heimsókn á Hlíðarenda í næstu viku. Þróttarar verða svekktir að hafa tapað í fyrsta sinn á heimavelli á þessu ári en munu taka sjálfstraust úr því að hafa tekið þátt í leik um toppsætið. Laugardalsliðið kíkir á Krókinn í næstu umferð þar sem þær mæta Tindastól. Nik: Þær gripu okkur kaldar Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur með hvernig hans lið hóf leikinn.Vísir/Diego Þjálfari Þróttar, Nik Chamberlain, var svekktur en vongóður við leikslok. „Ég er svekktur hvernig við byrjuðum leikinn. Við vorum kærulausar í byrjun. Að fara tvö mörk undir gegn Val er mjög erfið áskorun.“ „Eftir að við róuðum okkur komumst við inn í leikinn. Við bjuggum ekki til mikið af færum, Sæunn fékk eitt í fyrri hálfleik og svo fengum við markið en Valur bjó ekki til mörg færi heldur.“ Nik sagðist svekktur með byrjun síns liðs. „Þetta var ágætur leikur, eftir að þær náðu tveggja marka forskoti voru þær ánægðar að sitja bara til baka og spila á skyndisóknum. Ég er mjög svekktur hvernig við byrjuðum leikinn.“ Valskonur byrjuðu leikinn hratt og voru mikið meira með boltann í fyrri hálfleik. „Við vorum kærulaus. Leikmenn voru ekki að vanda sig og vilja taka ábyrgð á boltanum. Við vorum einfaldlega kærulaus með boltann.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum síðasta Laugardag en gestirnir mættu til leiks með hefndahug. „Við sögðum stelpunum fyrir leik að þær myndu komu út með flugelda í rassgatinu og það er það sem þær gerðu. Við vorum aðeins kaldar í upphafi.“ „Mér fannst við ekki verri en á laugardaginn, mér fannst stelpurnar bara ekki vera að búast við orkunni sem þær komu með í byrjun, þær gripu okkur kaldar.“ Þrátt fyrir tapið finnst Nik margt jákvætt í frammistöðunni og er hann sammála að markmiðið er að spila fleiri leiki í sumar þar sem er verið að etja kappi um toppsætið. „Algjörlega, algjörlega. Bara úrslitin þurfa að vera aðeins betri en við fórum tvö mörk undir og sýndum kjark að koma okkur aftur í leikinn. Við brotnuðum ekki saman, við rifum okkur í gang. Mér finnst það jákvætt að við fórum undir en sýndum kjark til að komast aftur í leikinn, stjórna honum og gera réttu hlutina.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti