Stjórn skotfélagsins biður rússnesku þjóðina og Pútín afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 23:03 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Stjórn Skotfélags Húsavíkur vill biðja rússnesku þjóðina og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, afsökunar. Það er eftir að sendiráð Rússlands á Íslandi kvartaði yfir því að mynd af andliti Pútíns hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu skotfélagsins á Facebook fyrir mót. Í yfirlýsingu sem starfsmenn sendiráðsins birti á Facebook í dag segir að litið hafi verið á myndina sem móðgun við þjóðarleiðtoga Rússlands. Þá sé birting hennar brot á siðferðisviðmiðum íþróttahreyfinga. Í yfirlýsingunni var þess krafist að myndin yrði fjarlægð, sem var gert. Sjá einnig: Rússar reiðir Skotfélagi Húsavíkur vegna myndar af Pútín Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að það sé skýr stefna skotíþróttafélaga að „skotfimi snýst um íþróttir þar sem skotið er á keppnisskotmörk og fyrirbýður félagið sér alla nálgun við ofbeldi og glæpi sem tengst gætu skotíþróttabyssum“. Þar segir einnig að það hafi verið kappsmál innan hreyfingarinnar í áraraðir að þjálfa íþróttafólk og auka skilning almennings og yfirvalda á gildi skotíþrótta og kenna ábyrga meðferð á skotíþróttabyssum. Því hafi einstaklingnum sem birti myndina verið vísað frá ábyrgðarstörfum fyrir félagið og er hann sagður sæta agaúrræðum í takt við lög og reglur íþróttahreyfingarinnar. „Stjórn Skotfélags Húsavíkur vonar að þetta mál dragi ekki skugga á það frábæra starf sem unnið hefur verið á sviði skotíþrótta og þann frábæra árangur sem íslenskt skotíþróttafólk er að sýna á smáþjóðaleikum á Möltu þessa dagana.“ Norðurþing Rússland Skotíþróttir Vladimír Pútín Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í yfirlýsingu sem starfsmenn sendiráðsins birti á Facebook í dag segir að litið hafi verið á myndina sem móðgun við þjóðarleiðtoga Rússlands. Þá sé birting hennar brot á siðferðisviðmiðum íþróttahreyfinga. Í yfirlýsingunni var þess krafist að myndin yrði fjarlægð, sem var gert. Sjá einnig: Rússar reiðir Skotfélagi Húsavíkur vegna myndar af Pútín Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að það sé skýr stefna skotíþróttafélaga að „skotfimi snýst um íþróttir þar sem skotið er á keppnisskotmörk og fyrirbýður félagið sér alla nálgun við ofbeldi og glæpi sem tengst gætu skotíþróttabyssum“. Þar segir einnig að það hafi verið kappsmál innan hreyfingarinnar í áraraðir að þjálfa íþróttafólk og auka skilning almennings og yfirvalda á gildi skotíþrótta og kenna ábyrga meðferð á skotíþróttabyssum. Því hafi einstaklingnum sem birti myndina verið vísað frá ábyrgðarstörfum fyrir félagið og er hann sagður sæta agaúrræðum í takt við lög og reglur íþróttahreyfingarinnar. „Stjórn Skotfélags Húsavíkur vonar að þetta mál dragi ekki skugga á það frábæra starf sem unnið hefur verið á sviði skotíþrótta og þann frábæra árangur sem íslenskt skotíþróttafólk er að sýna á smáþjóðaleikum á Möltu þessa dagana.“
Norðurþing Rússland Skotíþróttir Vladimír Pútín Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira