Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur í Síerra Leóne Íris Hauksdóttir skrifar 1. júní 2023 12:00 Ný herferð á vegum UN Woman á Íslandi þar sem fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir. Anna Maggy UN Women á Íslandi hefur hrundið af stað sinni árlegu FO-herferð með spánýjum FO-varningi, sem í ár er svört derhúfa með dökkgráu FO-merki. FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér. Síerra Leóne Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
FO-herferðin árið 2023 verður til stuðnings verkefnum UN Women í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og styðja við þolendur. Herferðin er studd af utanríkisráðuneytinu. 61 prósent hafa upplifað ofbeldi Ofbeldi gegn konum og stúlkum í Síerra Leóne er beitt markvisst og með skipulögðum hætti, að sögn framkvæmdarstýru UN Women í Síerra Leóne, m.a. í þeim tilgangi til að halda konum undirgefnum og inni á heimilinu. Afleiðingar þessa eru há dánartíðni meðal kvenna, hátt hlutfall ólæsis meðal kvenna, mikill fjöldi HIV smita meðal kvenna, sárafátækt og lítil þátttaka kvenna á opinberum vettvangi. -61% kvenna á aldrinum 15-49 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævi sinni. -67% stúlkna á aldrinum 15 – 29 ára hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi. -Giftar konur og stúlkur eru líklegastar til að vera beittar ofbeldi (65%). -Ógiftar konur verða mun síður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi (51%). Heimilið er því hættulegasti staðurinn fyrir konur og stúlkur í Síerra Leóne. -30% stúlkna á aldrinum 20-24 ára höfðu verið giftar fyrir 18 ára aldur. -21%stúlkna á aldrinum 15-19 ára höfðu eignast amk eitt barn. -83% kvenna og stúlkna á aldrinum 15 – 49 ára hafa verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Fokk ofbeldi UN Women á Íslandi hefur selt FO varning frá árinu 2015 og er herferðin fyrir löngu orðin flaggskip íslensku landsnefndarinnar. Frá árinu 2015 hafa samtals safnast yfir 100 milljónir til verkefna UN Women um allan heim sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Með fjármagninu sem safnast í ár verður hægt að styðja við rekstur „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, styðja við stúlkur sem hafa ekki verið limlestar á kynfærum og efla fræðslu um skaðsemi kynbundins ofbeldis til almennings og yfirvalda. Þjónusta sniðin að þörfum þolenda One stop miðstöðin mætir mikilli og uppsafnaðri þörf í Síerra Leóne. Þar fá þolendur fagmannlega, margþætta og skilvirka þjónustu undir einu þaki. Til að mynda læknisþjónustu, lagalega aðstoð, sálrænan stuðning og leiðsögn og aðgengi að dómstólum. Þjónustan er sniðin að þörfum þolenda og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi,“ segir Setcheme Mongbo, framkvæmdastýra UN Women í Síerra Leóne. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir FO derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan kostar 5.900 krónur og rennur allur ágóði beint til verkefna UN Women í Síerra Leóne. Anna Maggý tók allt myndefni herferðarinnar í ár og er þetta í fjórða sinn sem hún vinnur með UN Women á Íslandi að FO-herferð landsnefndarinnar. Fjöldi þekktra einstaklinga sátu fyrir í herferðinni og þakkar UN Women á Íslandi þeim kærlega fyrir sýndan stuðning. Antírasistar mættu í myndatöku til heiðurs UN Women á Íslandi. Hér má sjá þær Kristínu Reynisdóttur, Önnu Sonde, Johanna Haile.Anna Maggy Mars Proppe, aktívisti styður að sjálfsögðu við málstaðinn.Anna Maggy Ein vinsælasta tónlistarkona Íslands um þessar mundir, Gugusar lét sitt ekki eftir liggja þegar kom að málefnum UN Women.Anna Maggy Leikarinn geðþekki Siggi Sigurjóns smellti að sjálfsögðu á sig derhúfuna góðu. Anna Maggy Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel er dyggur styrktaraðilli UN Woman.Anna Maggy Stolt og þakklát Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru UN Women á Íslandi hefur almenningur tekið vel í FO-herferðir UN Women á Íslandi. „Já þær hafa skilað samtals yfir 100 milljónum króna til verkefna UN Women. Fyrir það erum við ótrúlega stolt og þakklát. Við vonum innilega að almenningur haldi áfram að taka svona vel í FO-herferðina okkar og með þeim hætti styðja við mikilvæg verkefni sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi.“ Hægt er að kaupa húfuna hér.
Síerra Leóne Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira