Sjötti þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.
Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu.
Æsispennandi viðureign
Engin orð lýsa ákefðinni í þessari æsispennandi viðeign þar sem allt fer bókstaflega úr böndunum. Þaulreyndir sigurvegarar fyrri keppna snúa aftur í myndverið í kostulegri baráttu. Í þættinum þurfa bakstursbræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn hreinlega að grípa inn í því á sér stað yfirburða mikið drama og subbuskapur sem á sér engin fordæmi.
Ekki missa af þessum stórskemmtilega og æsispennandi þætti.
Í þættinum mæta aftur mæðginin, Ósk Gunnarsdóttir og Benjamín Eldjárn Snorrason , sem kalla sig lime-græna liðið. En þau mæta feðgunum í gráa liðinu, Auðunni Sölva Hugasyni og Huga Halldórssyni í æsispennandi skreytibaráttu.
Þáttinn í heild má horfa á hér fyrir neðan.