Ætla að takmarka aðgang Rússa að færeyskum höfnum Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 14:04 Fiskiskip í Þórshöfn í Færeyjum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Færeyska heimastjórnin ætlar að takmarka aðgang rússneskra skipa að höfnum á eyjunum og banna viðgerðir á þeim nema í neyðartilfellum. Þá ætlar hún að ákveða það fyrir haustið hvort að umdeildur fiskveiðisamningur við Rússa verði framlengdur. Aksel. V Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Viðareiði í dag, að sögn færeyska ríkisfjölmiðilsins Kringvarpsins. Takmörk verða einnig á umlestarnir rússneskra fiskiskipa í Færeyjum. Ákvörðunin er háð samþykki færeyska þingsins. Rússnesk skip hafa umlestað um 400.000 tonnum af fiski sem þau hafa veitt í færeyskri og alþjóðlegri lögsögu í Færeyjum undanfarin ár. Með ákvörðuninni nú fá þau aðeins að umlesta fjórðungi þess, þeim hundrað þúsund tonnum sem þau mega veiða í færeyskri landhelgi. Danska ríkisútvarpið segir að ákvörðunin feli það einnig í sér að ekki megi gera við rússnesk skip í færeyskum höfnum nema í neyðartilfellum Deilt um framhald á áratugagömlum fiskveiðisamningi Þá tilkynnti Johannesen að stjórn hans ætlaði sér að ákveða það fyrir haustið hvort að gagnkvæmur fiskveiðisamningur við Rússland frá 1977 verði endurnýjaður fyrir næsta ár. Samningurinn hefur veitt Færeyingum heimild til þess að veiða í Barentshafi, aðallega þorsk, en Rússar hafa í staðinn fengið að veiða kolmunna við Færeyjar og umlesta honum þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa raddir gerst háværari um að samningnum verði rift. Deilur hafa staðið um samninginn bæði innan Færeyjar og í Danmörku. Tortryggni Færeyinga í garð Rússa jókst enn eftir að upplýst var í skandinavískri heimildarmynd að tvö rússnesk fiskiskip sem hefðu hringsólað í kringum Færeyjar og lagt að höfnum þar um árabil hafi mögulegt haft óhreint mjöl í pokahorninu. Norskir lögreglumenn fundu meðal annars hertalstöðvar um borð í skipunum þegar þau komu til hafnarbæjarins Kirkenes frá Færeyjum í fyrra. Færeyjar Rússland Sjávarútvegur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Aksel. V Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Viðareiði í dag, að sögn færeyska ríkisfjölmiðilsins Kringvarpsins. Takmörk verða einnig á umlestarnir rússneskra fiskiskipa í Færeyjum. Ákvörðunin er háð samþykki færeyska þingsins. Rússnesk skip hafa umlestað um 400.000 tonnum af fiski sem þau hafa veitt í færeyskri og alþjóðlegri lögsögu í Færeyjum undanfarin ár. Með ákvörðuninni nú fá þau aðeins að umlesta fjórðungi þess, þeim hundrað þúsund tonnum sem þau mega veiða í færeyskri landhelgi. Danska ríkisútvarpið segir að ákvörðunin feli það einnig í sér að ekki megi gera við rússnesk skip í færeyskum höfnum nema í neyðartilfellum Deilt um framhald á áratugagömlum fiskveiðisamningi Þá tilkynnti Johannesen að stjórn hans ætlaði sér að ákveða það fyrir haustið hvort að gagnkvæmur fiskveiðisamningur við Rússland frá 1977 verði endurnýjaður fyrir næsta ár. Samningurinn hefur veitt Færeyingum heimild til þess að veiða í Barentshafi, aðallega þorsk, en Rússar hafa í staðinn fengið að veiða kolmunna við Færeyjar og umlesta honum þar. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa raddir gerst háværari um að samningnum verði rift. Deilur hafa staðið um samninginn bæði innan Færeyjar og í Danmörku. Tortryggni Færeyinga í garð Rússa jókst enn eftir að upplýst var í skandinavískri heimildarmynd að tvö rússnesk fiskiskip sem hefðu hringsólað í kringum Færeyjar og lagt að höfnum þar um árabil hafi mögulegt haft óhreint mjöl í pokahorninu. Norskir lögreglumenn fundu meðal annars hertalstöðvar um borð í skipunum þegar þau komu til hafnarbæjarins Kirkenes frá Færeyjum í fyrra.
Færeyjar Rússland Sjávarútvegur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira