„Sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina án hans“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. júní 2023 20:00 Villi og Niclas kysstust á fyrsta stefnumótinu í jólasnjónum í Malmö. Aðsend Vilhjálmur Þór Davíðsson, flugþjónn hafði gefið ástina upp á bátinn og taldi sig betur settan án hennar þar til hann kynntist sænska draumaprinsinum og tannlækninum Niclas Bergström. Villi, eins og hann er kallaður, segist hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. „Ég vakna á hverjum einasta morgni og hugsa hvað í ósköpunum gerðist, vá hvað ég þakklátur,“ segir Villi einlægur í samtali við blaðamann um ástina og lífið. „Það fallegasta sem ég hef kynnst í lífinu er ástin. Ég sem hélt svo lengi að ég þyrfti hana ekki, væri betur settur án hennar, almáttugur hvað ég var á villigötum.“ Villi og Niclas kynntust í Malmö í Svíþjóð í desember í fyrra þegar Villi var í heimsókn hjá vinkonu sinni. Niclas og Villi kynntust á Tinder í Malmö og hafa verið óaðskiljanlegir síðan.Aðsend „Ég var að heimsækja vinkonu mína fyrir jólin í Malmö og hún og sonur hennar spurðu hvort ég þyrfti ekki að skoða Tinder erlendis, sem ég hafði ekki gert áður. Ég fór inn og þar var hann,“ segir Villi sem fann strax að hann þyrfti að kynnast Niclas. Eins og í rómantískri bíómynd „Þegar ég hitti hann svo í fyrsta í skiptið hugaði ég þarna er hann, þarna er hann mættur. Ég þyrfti bara að leita erlendis," segir Villi sem lýsir þeim sem mjög ólíkum týpum. „Það sem heillaði mig við hann er hvað hann er yndislegur, ljúfur, rólegur og góður. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er sætur." „Á fyrsta date-inu ákváðum við að fara saman út að borða. Ég hugsaði að það yrðu bara tveir klukkutímar en við vorum svo að í marga tíma og við tengdum strax. Það þyrfti ekki að vera neinn leikur eða látalæti," segir Villi og heldur áfram: Villi og Niclas fundu strax fyrir tengingu. „Við kysstumst svo í jólasnjónum umkringdir jólaljósum, þetta var eins og í rómantískri bíómynd." Orðinn sáttur að vera einn í kósí Að sögn Villa hafði hann gefið ástina upp á bátinn eftir að hafa upplifað misgóða hluti í stefnumótaheiminum. Honum leið vel einum og var sá framtíðina fyrir sér að vera einn í kósí, eins og hann orðar það. „Ef einhver myndi koma inn í líf mitt þyrfti hann að vera rosa sérstakur,“ segir Villi og lýsir því hvernig Niclas snéri lífi hans á hvolf. „Svo kemur hann og tekur mig út úr kassanum mínum og lífið fer allt í einu á hvolf, þó á mjög skemmtilegan hátt. Það er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina allt í einu án hans. Heimurinn opnast allt í einu fyrir manni,“ segir Villi einlægur. Villi fékk oft á tíðum að heyra gamla tugga frá vinum og vandamönnum um að ástin banki upp á þegar maður síst á von á henni. „Ég hugsaði að fólk vissi ekki hvað það væri að tala um,“ segir hann og hlær, og játar að það eigi sannarlega við í hans tilfelli. Þetta er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina án hans Stefnan sett á Ísland Villi og Niclas búa enn hvor í sínu landinu en stefna að því að vera meira saman á Íslandi. „Ég er alltaf að fljúga sem kemur sér akkúrat vel í þessum aðstæðum. Við erum að setja upp næstu mánuði og ár og erum búnir að skoða það að hann komi heim að vinna eina í viku í mánuði,“ segir Villi. Villi og Niclas búa enn í sitt hvoru landinu en ferðast mikið á milli.Aðsend Niclas rekur og starfar á vinsælli botox- og fegrunarstofu í Malmö og skoðar möguleikana í þeim geira á Íslandi. Afmælisferð í júlí Spurður hvernig sumarið verði hjá þeim segir Villi að þeir séu að fara í rómantíska helgarferð til Parísar. Þess á milli verði þeir á flakki milli Íslands og Svíþjóðar. „Svo á ég afmæli í júlí. Hann er að plana óvissuferð,“ segir Villi spenntur fyrir komandi tímum. Ástin og lífið Tengdar fréttir Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. 5. júní 2023 17:01 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Ég vakna á hverjum einasta morgni og hugsa hvað í ósköpunum gerðist, vá hvað ég þakklátur,“ segir Villi einlægur í samtali við blaðamann um ástina og lífið. „Það fallegasta sem ég hef kynnst í lífinu er ástin. Ég sem hélt svo lengi að ég þyrfti hana ekki, væri betur settur án hennar, almáttugur hvað ég var á villigötum.“ Villi og Niclas kynntust í Malmö í Svíþjóð í desember í fyrra þegar Villi var í heimsókn hjá vinkonu sinni. Niclas og Villi kynntust á Tinder í Malmö og hafa verið óaðskiljanlegir síðan.Aðsend „Ég var að heimsækja vinkonu mína fyrir jólin í Malmö og hún og sonur hennar spurðu hvort ég þyrfti ekki að skoða Tinder erlendis, sem ég hafði ekki gert áður. Ég fór inn og þar var hann,“ segir Villi sem fann strax að hann þyrfti að kynnast Niclas. Eins og í rómantískri bíómynd „Þegar ég hitti hann svo í fyrsta í skiptið hugaði ég þarna er hann, þarna er hann mættur. Ég þyrfti bara að leita erlendis," segir Villi sem lýsir þeim sem mjög ólíkum týpum. „Það sem heillaði mig við hann er hvað hann er yndislegur, ljúfur, rólegur og góður. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er sætur." „Á fyrsta date-inu ákváðum við að fara saman út að borða. Ég hugsaði að það yrðu bara tveir klukkutímar en við vorum svo að í marga tíma og við tengdum strax. Það þyrfti ekki að vera neinn leikur eða látalæti," segir Villi og heldur áfram: Villi og Niclas fundu strax fyrir tengingu. „Við kysstumst svo í jólasnjónum umkringdir jólaljósum, þetta var eins og í rómantískri bíómynd." Orðinn sáttur að vera einn í kósí Að sögn Villa hafði hann gefið ástina upp á bátinn eftir að hafa upplifað misgóða hluti í stefnumótaheiminum. Honum leið vel einum og var sá framtíðina fyrir sér að vera einn í kósí, eins og hann orðar það. „Ef einhver myndi koma inn í líf mitt þyrfti hann að vera rosa sérstakur,“ segir Villi og lýsir því hvernig Niclas snéri lífi hans á hvolf. „Svo kemur hann og tekur mig út úr kassanum mínum og lífið fer allt í einu á hvolf, þó á mjög skemmtilegan hátt. Það er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina allt í einu án hans. Heimurinn opnast allt í einu fyrir manni,“ segir Villi einlægur. Villi fékk oft á tíðum að heyra gamla tugga frá vinum og vandamönnum um að ástin banki upp á þegar maður síst á von á henni. „Ég hugsaði að fólk vissi ekki hvað það væri að tala um,“ segir hann og hlær, og játar að það eigi sannarlega við í hans tilfelli. Þetta er ótrúlega sérstök tilfinning að geta ekki ímyndað mér framtíðina án hans Stefnan sett á Ísland Villi og Niclas búa enn hvor í sínu landinu en stefna að því að vera meira saman á Íslandi. „Ég er alltaf að fljúga sem kemur sér akkúrat vel í þessum aðstæðum. Við erum að setja upp næstu mánuði og ár og erum búnir að skoða það að hann komi heim að vinna eina í viku í mánuði,“ segir Villi. Villi og Niclas búa enn í sitt hvoru landinu en ferðast mikið á milli.Aðsend Niclas rekur og starfar á vinsælli botox- og fegrunarstofu í Malmö og skoðar möguleikana í þeim geira á Íslandi. Afmælisferð í júlí Spurður hvernig sumarið verði hjá þeim segir Villi að þeir séu að fara í rómantíska helgarferð til Parísar. Þess á milli verði þeir á flakki milli Íslands og Svíþjóðar. „Svo á ég afmæli í júlí. Hann er að plana óvissuferð,“ segir Villi spenntur fyrir komandi tímum.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. 5. júní 2023 17:01 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hræddi mig hvað ég var hrifin af honum Íris Freyja Salguero og Egill Fannar Halldórsson kynntust fyrir rúmu ári og óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan. Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland. Athafnamaðurinn Egill Fannar er annar eigandi Gorilla vöruhúss og fyrirtækisins Wake Up Reykjavík. 5. júní 2023 17:01