Lífið

Ásdís Rán á OnlyFans

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir. vísir

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir, gjarnan kölluð Ísdrottningin, hefur haslað sér völl á efnisveitunni OnlyFans. 

DV greinir frá. Í lífstílsþættinum Fókus segir Ásdís nánar frá þessum sívinsæla starfsvettvangi. 

Tímarnir breytast og erótíska efnið með. Ásdís segist hafa fært sig á OnlyFans þar sem æ færri tímarit framleiði erótískt efni. Á hátindi ferilsins prýddi hún forsíður tímaritanna Playboy og Maxim. 

Þegar betur er að gáð hefur Ásdís birt efni á OnlyFans-síðu sinni frá árinu 2021.

„Þetta er bara allt að færast svolítið yfir á samfélagsmiðla,“ er haft eftir Ásdísi sem kveðst ekki framleiða klám á vefnum. 

„Þetta er klárlega framtíðin. Það er mikill misskilningur hérna, sérstaklega því landið er svo lítið, að OnlyFans sé einhver klámsíða. Það er bara bull. Það eru kokkar þarna, líkamsræktarþjálfarar, mömmur, einhverjir bílakallar og alls konar fólk sem er þarna með vettvang til að ná sér í tekjur frá sínum aðdáendahóp,“ segir hún jafnframt.

Þó nokkrir Íslendingar haf náð frægð og frama á OnlyFans og þénað vel, að því er virðist. Sem dæmi þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Ásdís komst í fréttirnar í apríl á þessu ári þegar fjallað var um umfangsmikið fjársvikamál fyrrverandi vinkonu hennar Ruja Ignatovu. Hún sagðist þá enn vera með skráð heimili í íbúð Ruja í Sofia, höfuðborg Búlgaríu. 

Ítarlega var fjallað um málið í Eftirmálum:


Tengdar fréttir

Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf

Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.