Krónan uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til gjaldmiðla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 23:57 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fostætisráðherra. Stöð 2/Egill „Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps í samfélaginu sem valdi skekkju í hagkerfinu. Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan. Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan.
Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent