„Ég þráði svo mikið að vera samþykkt“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. júní 2023 11:00 Elísabet er ein besta söngkona landsins. Hún hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á leið sinni þangað og segist vera að gera hluti upp. Vísir/Daníel Þór „Ég þráði að vera partur af hópnum og vera með. Það kom út þannig að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig,“ segir söngkonan Elísabet Ormslev. Það má með sanni segja að tónlistargenin hafi hún erft í beinan móðurlegg en frá unga aldri hefur tónlist og söngur skipað stóran sess í lífi Elísabetar Ormslev. Hún vakti ung mikla athygli fyrir stóra og kraftmikla rödd og hefur henni ósjaldan verið líkt við hina bresku söngdívu Adele. Í nýjasta þætti Einkalífsins segir Elísabet meðal annars frá æskuárunum og eineltinu, tónlistarástríðunni og móðurhlutverkinu en einnig um þær tilfinningalegu áskoranir og erfiðleika sem hún hefur þurft að kljást við eftir að hafa greint opinberlega frá sambandi sínu við landsþekktan tónlistarmann. Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti Gestir Einkalífsins eru allir beðnir um að koma með einhvern hlut sem tengist lífi þeirra á einhvern sterkan hátt og sagðist Elísabet hafa ákveðið að koma með nokkuð óvenjulegan hlut sem spilar þó stóran þátt í lífi hennar í dag. Elísabet þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti vegna exems sem hún hefur þurft að kljást við síðan hún var barn. Vísir Fólk veit þetta almennt ekkert um mig en ég er alveg sturlaður exemsjúklingur. Þetta er barnaexem sem flyst yfir á fullorðinsárin. Þetta er líftæknilyf sem ég sprauta í lærið á mér á tveggja vikna fresti. Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum mánuðum. Þetta er allt annað líf. Frá fjögurra ára aldri hefur Elísabet þurft að kljást við barnaexem sem lagðist þungt á sjálfsmyndina en exemið var ekki bara á líkamanum heldur einnig mjög áberandi í andliti. Hún segist fljótt hafa fundið fyrir stríðni vegna exemsins sem þróaðist svo síðar út í alvarlegt einelti. Sjúklegt andlegt einelti „Ég lenti í mjög miklu einelti sem barn sem var frekar gróft á tímabili. Þetta var sjúklegt andlegt ofbeldi.“ Einelti segir hún bæði hafa verið af hálfu jafnaldra sinna sem og kennara. Kennararnir tóku sumir hverjir þátt í þessu með þeim. En það er engin biturð í mér lengur en hún var þarna lengi. Ég var bara svo hissa á því að fullorðið fólk hafi hagað sér svona líka. Elísabet segist í dag vera búin að vera í mikilli sjálfsvinnu sem hafi meðal annars hjálpað henni við að skilja betur aðstæður, sjálfa sig og aðra á þessum tíma. Hún segist vel gera sér grein fyrir því að börn ætli sér ekki að vera vond og sem betur fer hafi mikið breyst til batnaðar á þessum tíma. Elísabet Ormslev hefur verið fastagestur á tónlistarsviðinu undanfarin ár. Hér tekur hún lagið á Hlustendaverðlaunum FM957.Vísir/Daníel Þór Eineltið hafi þó haft mikil og djúp áhrif á líðan hennar og hegðun og segir hún að líklega geri fólk sér ekki grein fyrir því hversu langvarandi afleiðingar alvarlegt einelti hafi í för með sér. Það kom út að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig. Fór að spegla hegðun annarra Elísabet segist hafa fengið afsökunarbeiðnir frá nokkrum aðilum sem tóku þátt í eineltinu á sínum tíma sem skipti hana miklu máli. „Það var ekki fyrr en seinni part grunnskóla sem ég eignaðist í raun og alvöru, alvöru vini mína. Ég þurfti ekki að setja á mig grímu eða fara í karakter til að vera kring um þau.“ Foreldrar Elísabetar, þau Helga Möller söngkona og Pétur Ormslev fyrrum fótboltamaður, skilja þegar hún er átta ára gömul og segir hún það vissulega hafa verið áfall. Elísabet tók lagið með söngvurum og leikurum fyrir gamla fólkið í Garðabæ í Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta var svo mikil óvissa sem tók við. Ég vissi að á endanum að við myndum flytja og ég þyrfti þá að skipta um skóla.“ Á þessum tíma þegar hún flutti svo í Laugardalinn segir hún hegðun sína hafa breyst mikið og ómeðvitað hafi hún byrjað að koma illa fram við suma krakka. Það rann upp fyrir mér að ég fór að koma illa fram við aðra krakka. Því að allt í einu átti ég vini og litla brotna ég fór að spegla þessa hegðun til að lyfta mér upp. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum efst í greininni. Einkalífið Tónlist Lyf Tengdar fréttir Elísabet tekur opinberri yfirlýsingu ekki sem persónulegri afsökunarbeiðni Tónlistarkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni en fagni allri sjálfsvinnu, í Facebook færslu rétt í þessu. 21. apríl 2023 17:08 Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 20. apríl 2023 15:34 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Sjá meira
Það má með sanni segja að tónlistargenin hafi hún erft í beinan móðurlegg en frá unga aldri hefur tónlist og söngur skipað stóran sess í lífi Elísabetar Ormslev. Hún vakti ung mikla athygli fyrir stóra og kraftmikla rödd og hefur henni ósjaldan verið líkt við hina bresku söngdívu Adele. Í nýjasta þætti Einkalífsins segir Elísabet meðal annars frá æskuárunum og eineltinu, tónlistarástríðunni og móðurhlutverkinu en einnig um þær tilfinningalegu áskoranir og erfiðleika sem hún hefur þurft að kljást við eftir að hafa greint opinberlega frá sambandi sínu við landsþekktan tónlistarmann. Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti Gestir Einkalífsins eru allir beðnir um að koma með einhvern hlut sem tengist lífi þeirra á einhvern sterkan hátt og sagðist Elísabet hafa ákveðið að koma með nokkuð óvenjulegan hlut sem spilar þó stóran þátt í lífi hennar í dag. Elísabet þarf að sprauta sig með líftæknilyfi á tveggja vikna fresti vegna exems sem hún hefur þurft að kljást við síðan hún var barn. Vísir Fólk veit þetta almennt ekkert um mig en ég er alveg sturlaður exemsjúklingur. Þetta er barnaexem sem flyst yfir á fullorðinsárin. Þetta er líftæknilyf sem ég sprauta í lærið á mér á tveggja vikna fresti. Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum mánuðum. Þetta er allt annað líf. Frá fjögurra ára aldri hefur Elísabet þurft að kljást við barnaexem sem lagðist þungt á sjálfsmyndina en exemið var ekki bara á líkamanum heldur einnig mjög áberandi í andliti. Hún segist fljótt hafa fundið fyrir stríðni vegna exemsins sem þróaðist svo síðar út í alvarlegt einelti. Sjúklegt andlegt einelti „Ég lenti í mjög miklu einelti sem barn sem var frekar gróft á tímabili. Þetta var sjúklegt andlegt ofbeldi.“ Einelti segir hún bæði hafa verið af hálfu jafnaldra sinna sem og kennara. Kennararnir tóku sumir hverjir þátt í þessu með þeim. En það er engin biturð í mér lengur en hún var þarna lengi. Ég var bara svo hissa á því að fullorðið fólk hafi hagað sér svona líka. Elísabet segist í dag vera búin að vera í mikilli sjálfsvinnu sem hafi meðal annars hjálpað henni við að skilja betur aðstæður, sjálfa sig og aðra á þessum tíma. Hún segist vel gera sér grein fyrir því að börn ætli sér ekki að vera vond og sem betur fer hafi mikið breyst til batnaðar á þessum tíma. Elísabet Ormslev hefur verið fastagestur á tónlistarsviðinu undanfarin ár. Hér tekur hún lagið á Hlustendaverðlaunum FM957.Vísir/Daníel Þór Eineltið hafi þó haft mikil og djúp áhrif á líðan hennar og hegðun og segir hún að líklega geri fólk sér ekki grein fyrir því hversu langvarandi afleiðingar alvarlegt einelti hafi í för með sér. Það kom út að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig. Fór að spegla hegðun annarra Elísabet segist hafa fengið afsökunarbeiðnir frá nokkrum aðilum sem tóku þátt í eineltinu á sínum tíma sem skipti hana miklu máli. „Það var ekki fyrr en seinni part grunnskóla sem ég eignaðist í raun og alvöru, alvöru vini mína. Ég þurfti ekki að setja á mig grímu eða fara í karakter til að vera kring um þau.“ Foreldrar Elísabetar, þau Helga Möller söngkona og Pétur Ormslev fyrrum fótboltamaður, skilja þegar hún er átta ára gömul og segir hún það vissulega hafa verið áfall. Elísabet tók lagið með söngvurum og leikurum fyrir gamla fólkið í Garðabæ í Covid-19.Vísir/Vilhelm „Þetta var svo mikil óvissa sem tók við. Ég vissi að á endanum að við myndum flytja og ég þyrfti þá að skipta um skóla.“ Á þessum tíma þegar hún flutti svo í Laugardalinn segir hún hegðun sína hafa breyst mikið og ómeðvitað hafi hún byrjað að koma illa fram við suma krakka. Það rann upp fyrir mér að ég fór að koma illa fram við aðra krakka. Því að allt í einu átti ég vini og litla brotna ég fór að spegla þessa hegðun til að lyfta mér upp. Viðtalið við Elísabetu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum efst í greininni.
Einkalífið Tónlist Lyf Tengdar fréttir Elísabet tekur opinberri yfirlýsingu ekki sem persónulegri afsökunarbeiðni Tónlistarkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni en fagni allri sjálfsvinnu, í Facebook færslu rétt í þessu. 21. apríl 2023 17:08 Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 20. apríl 2023 15:34 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Sjá meira
Elísabet tekur opinberri yfirlýsingu ekki sem persónulegri afsökunarbeiðni Tónlistarkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni en fagni allri sjálfsvinnu, í Facebook færslu rétt í þessu. 21. apríl 2023 17:08
Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 20. apríl 2023 15:34