Levy ætlaði að selja Kane til Leicester fyrir 600 þúsund pund Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:00 Harry Kane er bæði markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og enska landsliðsins. AP Photo Tim Sherwood, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, stöðvaði Daniel Levy frá því að selja Harry Kane til Leicester City fyrir 600 þúsund pund tímabilið árið 2014. „Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda. Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31