Vítamark á lokamínútunni færði Roma Evrópudeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 21:12 Paulo Dybala tryggði Roma Evrópudeildarsæti. Vísir/Getty Paulo Dybala tryggði Roma sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð þegar hann skoraði úr víti á lokamínútunni gegn Spezia. Verona og Spezia þurfa að leika úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í Serie A. Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Það var töluverð spenna fyrir lokaumferðina í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus, Atalanta og Roma voru að berjast um tvö sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en tímabil Juventus hefur verið hálfgerð rússíbanareið enda hefur liðið lent í því að dómstólar hafa bæði tekið af og gefið liðinu stig. Þá var einnig spenna í fallbaráttunni þar sem Verona var í þriðja neðsta sæti fyrir leiki kvöldsins með jafn mörg stig og Spezia og ljóst að annað liðanna myndi falla niður í Serie B. Atalanta fór auðveldustu leiðina að Evrópudeildarsætinu með 5-2 sigri á Monza. Teun Koopmeiners kom Atalanta í 2-0 í fyrri hálfleik og hann fullkomnaði þrennuna í þeim síðari. Luis Muriel og Rasmus Hojlund skoruðu einnig en Hojlund hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United á síðustu dögum. Juventus vann 1-0 sigur á Udienesi á útivelli. Federico Chiesa skoraði sigurmarkið á 68. mínútu og hélt vonum Juventus um sæti í Evrópudeildinni á lífi. Þær vonir dóu hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik Roma og Spezia. Þar hafði Dimitrios Nikolaou komið Spezia yfir og um leið í góða stöðu í fallbaráttunni. Nicola Zwalewski jafnaði hins vegar metin fyrir Roma á 43. mínútu og á lokamínútu leiksins fékk Roma vítaspyrnu sem Paulo Dybala skoraði úr. Rafael Leao skoraði tvö mörk fyrir AC Milan í kvöld.Vísir/Getty Lokatölur 2-1 í Rómarborg og lærisveinar Jose Mourinho taka því þátt í Evrópusdeildinni á næsta tímabili en Juventus þarf að láta sér sæti í Sambandsdeildinni nægja. AC Milan vann sigur á heimavelli gegn Hellas Verona. Oliver Girioud og tvenna frá Rafael Leao tryggðu sigur Milan sem lauk keppni í fjórða sæti og spilar í Meistaradeildinni á næsta tímabili ásamt Inter, Lazio og Roma. Reglurnar á Ítalíu eru þannig að ef lið eru jöfn að stigum í sætum sem skipta miklu máli þá skuli leikinn úrslitaleikur. Þar sem Hellas Verona og Spezia eru bæði með 31 stig í 17. og 18. sæti deildarinnar munu þau leika úrslitaleik um sæti sitt í deildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira