Hafna því að fyrrverandi stjórnandi hafi fengið rafmagnsmarkað upp í hendurnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 15:12 Landsvirkjun fól ráðgjafarfyrirtæki í eigu starfsmanns sem lét af störfum fyrir sex árum að sjá um söluferli fyrir rafmagn í heildsölu í haust. Ráðgjafarfyrirtækið hafði frumkvæði að því að leiða saman kaupendur og seljendur á þeim markaði í vor. Landsvirkjun Sameiginlegt söluferli allra fyrirtækja á heildsölumarkaði með rafmagn í síðasta mánuði var að frumkvæði fyrrverandi starfsmanns Landsvirkjunar sem veitti fyrirtækinu ráðgjöf við sambærilegt söluferli í haust. Ráðgjafinn fékk um 2,3 milljónir króna fyrir söluferlið fyrir Landsvirkjun. Fyrirtæki sem selja rafmagn beint til almennra neytenda á smásölumarkaði kaupa rafmagn af framleiðendum raforku eins og Landsvirkjun sem er langstærsti söluaðilinn á heildsölumarkaði með rafmagn. Þar til síðasta haust fóru slík viðskipti fram í gegnum viðskiptavef Landsvirkjunar sjálfrar. Smásölufyrirtæki sendu þá Landsvirkjun tilboð með bindandi óskum um raforkukaup fyrir komandi ár. Landsvirkjun fól Vonarskarði ehf. að annast söluferli raforku á heildsölumarkaði í eitt skipti í október. Milliganga Vonarskarðs var sögð hluti af breyttu fyrirkomulagi sölunnar sem ætti að tryggja aðilum á markaðinum upplýsingar um eftirspurn og verð. Vonarskarð er í eigu Björgvins Skúla Sigurðssonar sem var framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar en lét af störfum þar fyrir sex árum. Vonarskarð skipulagði síðan sameiginlegt söluferli allra orkufyrirtækja á heildsölumarkaðinum, bæði seljenda og kaupenda, í maí, það fyrsta sinnar tegundar. Viðskipti með 365 gígawattstundir raforku fyrir tæpa 2,4 milljarða króna fóru fram í söluferlinu samkvæmt skýrslu um niðurstöður þess. Afhending á fyrstu samningunum hefst í júlí en lengstu samningarnir ná til ársloka 2027. Björgvin Skúli vann fyrir Landsvirkjun frá 2013 til 2017, þar af fjögur ár sem framkvæmdastjóri. Kristín Friðgeirsdóttir, eiginkona Björgvins, er meðeigandi Vonarskarðs. Hún er fjármálastjóri Sýnar, eiganda Vísis. Sagt í lykilstöðu í miðlun á raforkumarkaði Ríkisútvarpið hefur fjallað um málefni Vonarskarðs og eignarhald þess undanfarna daga. Í fréttum þess sagði að samningar Landsvirkjunar við smásölufyrirtæki færu nú fram í gegnum Vonarskarð og að hver þeirra gæti hlaupið á hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum króna. Ekki liggi fyrir hvernig Vonarskarð varð fyrir valinu eða hver þóknun þess sé. Þá kanni Orkustofnun hvort Vonarskarð þurfi leyfi fyrir starfsemi sinni. Í framhaldsfrétt RÚV var haft eftir fulltrúa Landsvirkjunar að fyrirtækið hefði ekki valið Vonarskarð til þess að miðla viðskiptum með raforku á heildsölumarkaði í vor. Vonarskarð var í fréttinni sagt í lykilaðstöðu til þess að miðla heildsöluviðskiptum á raforkumarkaði. Landsvirkjun segir það mikinn misskilning að Vonarskarð sé í lykilstöðu á markaðinum eða að það ráði vettvangi raforkusölu til frambúðar í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag. Björgvin Skúli hafi sjálfur komið á fót því söluferli þar sem öllum raforkufyrirtækjum gafst kostur á að taka þátt í nú í vor. Raforkusölufyrirtæki eins og N1 Rafmagn og Orkusalan kaupa rafmagn af framleiðendum eins og Landsvirkjun á heildsölumarkaði með raforku. Lengi hefur verið kallað eftir formlegum heildsölumarkaði en lítið hefur gerst.Vísir/Vilhelm Sammála um þörf á óháðum aðila Um ákvörðunin um að breyta söluferli sínu í haust segir Landsvirkjun að fyrra fyrirkomulag þess hafi verið barn síns tíma þar sem kaupendur raforku hefðu þurft að leggja inn bindandi óskir um raforkukaup komandi árs til fyrirtækisins að hausti. Slíkt hafi reynst erfitt á síbreytilegum markaði og rík krafa hafi verið um breytingar. Svipað fyrirkomulag og var í söluferlinu í haust hafi verið prófuð þegar framboð raforku var takmarkað vegna skerðinga vorið 2022. Það hafi sætt gagnrýni þar sem allt ferlið var á hendi Landvirkjunar. Markmið breytinganna sem voru gerðar í haust hafi verið aukið gegnsæi um framboð og eftirspurn og verðmyndun. Bæði Landsvirkjun og orkukaupendur hafi talið mikilvægt að fá óháðan aðila til að sjá um ferlið en það væri forsenda þess að nafnleyndar væri gætt um kauptilboð þátttakenda. Þá hafi Björgvin Skúli verið fenginn vegna þekkingar hans og reynslu auk þess sem hann hefði tiltrú aðila á markaðinum. Hann hafi unnið að raforkutengdri nýsköpun um árabil og kynnti fyrstu hugmyndir sínar um raforkumarkað fyrir Landsvirkjun, Landsneti og sölufyrirtækjum fyrir nokkrum árum. Hugmyndin hafi ekki orðið að veruleika þá. Björgvin Skúli hafi tekið söluferlið að sér sem ráðgjafi í gegnum Vonarskarð ehf. Fyrir þau ráðgjafarstörf hafi fyrirtæki hans þegið 2,3 milljónir króna. Þetta verkefni hafi verið langt undir mörkum fyrir því að verk skuli send í opinber útboð. Björgvin Skúli vildi ekki tjá sig sjálfur um málið þegar Vísir náði af honum tali í dag. Engar þóknanir fyrir einstaka samninga Önnur raforkufyrirtæki sýndu áhuga á sambærilegu söluferli eftir tilraunaverkefni Landsvirkjunar og Vonarskarðs síðasta haust, að því er segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar. Þá hafi verið ljóst að verkefnið gæti ekki verið á hendi Landsvirkjunar. Leitað hafi verið til Elmu, nýstofnaðs dóttufélags Landsnets sem á að setja á fót og reka heildsölumarkað með rafmagn, en fyrirtækið hafi ekki haft áhuga á að taka við söluferlinu. Þá hafi Björgvin Skúli ákveðið að þróa nýtt söluferli með öllum fyrirtækjunum á markaði að eigin frumkvæði. Landsvirkjun segir það söluferli sem fór fram í maí alfarið á vegum Vonarskarðs. Greiðsla fyrir þátttöku í ferlinu hafi verið í samræmi við gjaldskrá Vonarskarðs. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar fékk Vonarskarð engar þóknanir fyrir einstaka samninga sem voru gerðar í söluferlinu. Hlutverk Vonarskarðs hafi verið að taka á móti seljendum og kaupendum og tengja þá saman. Þóknunin sem ráðgjafarfyrirtækið fékk hafi verið langt undir einu prósenti af viðskiptunum sem áttu sér stað. Þá séu engir samningar við Vonarskarð til staðar og Landsvirkjun hafi ekki skuldbundið sig til frekari þátttöku í söluferli af því tagi sem fór fram í síðasta mánuði. Orkustofnun hefur starfsemi Vonarskarðs ehf. til skoðunar og hvort að hún krefjist ákveðinna leyfa.Vísir/Vilhelm Ólíkt eiginlegum raforkuviðskiptum Raforkueftirlit Orkustofnunar átti fund með fulltrúa Vonarskarðs á föstudag í tengslum við könnun á því hvort að starfsemi félagsins sé þess eðlis að hún krefjist þess að raforkuviðskiptaleyfis sé aflað. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Orkustofnun að á sama tíma sé til skoðunar hvort að starfsemi Vonarskarðs krefjist þess að fyrirtækið hafi markaðsleyfi á grundvelli raforkulaga. Það sé höndum ráðherra að veita slíkt leyfi. Söluferlið sem Vonarskarð hafði frumkvæði að í vor er tilefni þess að Orkustofnun kannar hvort að félagið þurfi á leyfunum að halda. „Starfsemin er ólík eiginlegum raforkuviðskiptum þar sem Vonarskarð er ekki aðili að samningum um sölu raforku heldur hefur Vonarskarð starfað sem milliliður um sölu á raforku. Starfsemin hefur hins vegar breyst og því er verið að skoða hvort eðlilegt sé að leyfa sé aflað á grundvelli 18. gr. a raforkulaga. Þá þarf að vera ljóst að um skipulegan markað sé að ræða. Raforkueftirlit er að kanna hvort starfsemin falli undir þá skilgreiningu í ljósi umfangsmeiri starfsemi Vonarskarðs,“ segir í svari Orkustofnunar. Lögfræðistofan Lex komst að þeirri niðurstöðu í áliti sem það vann fyrir Vonarskarð að ólíklegt væri að söluferlið teldist skipulegur markaður í skilningi laga og að fyrirtækið stundaði alls ekki raforkuviðskipti. Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrirtæki sem selja rafmagn beint til almennra neytenda á smásölumarkaði kaupa rafmagn af framleiðendum raforku eins og Landsvirkjun sem er langstærsti söluaðilinn á heildsölumarkaði með rafmagn. Þar til síðasta haust fóru slík viðskipti fram í gegnum viðskiptavef Landsvirkjunar sjálfrar. Smásölufyrirtæki sendu þá Landsvirkjun tilboð með bindandi óskum um raforkukaup fyrir komandi ár. Landsvirkjun fól Vonarskarði ehf. að annast söluferli raforku á heildsölumarkaði í eitt skipti í október. Milliganga Vonarskarðs var sögð hluti af breyttu fyrirkomulagi sölunnar sem ætti að tryggja aðilum á markaðinum upplýsingar um eftirspurn og verð. Vonarskarð er í eigu Björgvins Skúla Sigurðssonar sem var framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar en lét af störfum þar fyrir sex árum. Vonarskarð skipulagði síðan sameiginlegt söluferli allra orkufyrirtækja á heildsölumarkaðinum, bæði seljenda og kaupenda, í maí, það fyrsta sinnar tegundar. Viðskipti með 365 gígawattstundir raforku fyrir tæpa 2,4 milljarða króna fóru fram í söluferlinu samkvæmt skýrslu um niðurstöður þess. Afhending á fyrstu samningunum hefst í júlí en lengstu samningarnir ná til ársloka 2027. Björgvin Skúli vann fyrir Landsvirkjun frá 2013 til 2017, þar af fjögur ár sem framkvæmdastjóri. Kristín Friðgeirsdóttir, eiginkona Björgvins, er meðeigandi Vonarskarðs. Hún er fjármálastjóri Sýnar, eiganda Vísis. Sagt í lykilstöðu í miðlun á raforkumarkaði Ríkisútvarpið hefur fjallað um málefni Vonarskarðs og eignarhald þess undanfarna daga. Í fréttum þess sagði að samningar Landsvirkjunar við smásölufyrirtæki færu nú fram í gegnum Vonarskarð og að hver þeirra gæti hlaupið á hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum króna. Ekki liggi fyrir hvernig Vonarskarð varð fyrir valinu eða hver þóknun þess sé. Þá kanni Orkustofnun hvort Vonarskarð þurfi leyfi fyrir starfsemi sinni. Í framhaldsfrétt RÚV var haft eftir fulltrúa Landsvirkjunar að fyrirtækið hefði ekki valið Vonarskarð til þess að miðla viðskiptum með raforku á heildsölumarkaði í vor. Vonarskarð var í fréttinni sagt í lykilaðstöðu til þess að miðla heildsöluviðskiptum á raforkumarkaði. Landsvirkjun segir það mikinn misskilning að Vonarskarð sé í lykilstöðu á markaðinum eða að það ráði vettvangi raforkusölu til frambúðar í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag. Björgvin Skúli hafi sjálfur komið á fót því söluferli þar sem öllum raforkufyrirtækjum gafst kostur á að taka þátt í nú í vor. Raforkusölufyrirtæki eins og N1 Rafmagn og Orkusalan kaupa rafmagn af framleiðendum eins og Landsvirkjun á heildsölumarkaði með raforku. Lengi hefur verið kallað eftir formlegum heildsölumarkaði en lítið hefur gerst.Vísir/Vilhelm Sammála um þörf á óháðum aðila Um ákvörðunin um að breyta söluferli sínu í haust segir Landsvirkjun að fyrra fyrirkomulag þess hafi verið barn síns tíma þar sem kaupendur raforku hefðu þurft að leggja inn bindandi óskir um raforkukaup komandi árs til fyrirtækisins að hausti. Slíkt hafi reynst erfitt á síbreytilegum markaði og rík krafa hafi verið um breytingar. Svipað fyrirkomulag og var í söluferlinu í haust hafi verið prófuð þegar framboð raforku var takmarkað vegna skerðinga vorið 2022. Það hafi sætt gagnrýni þar sem allt ferlið var á hendi Landvirkjunar. Markmið breytinganna sem voru gerðar í haust hafi verið aukið gegnsæi um framboð og eftirspurn og verðmyndun. Bæði Landsvirkjun og orkukaupendur hafi talið mikilvægt að fá óháðan aðila til að sjá um ferlið en það væri forsenda þess að nafnleyndar væri gætt um kauptilboð þátttakenda. Þá hafi Björgvin Skúli verið fenginn vegna þekkingar hans og reynslu auk þess sem hann hefði tiltrú aðila á markaðinum. Hann hafi unnið að raforkutengdri nýsköpun um árabil og kynnti fyrstu hugmyndir sínar um raforkumarkað fyrir Landsvirkjun, Landsneti og sölufyrirtækjum fyrir nokkrum árum. Hugmyndin hafi ekki orðið að veruleika þá. Björgvin Skúli hafi tekið söluferlið að sér sem ráðgjafi í gegnum Vonarskarð ehf. Fyrir þau ráðgjafarstörf hafi fyrirtæki hans þegið 2,3 milljónir króna. Þetta verkefni hafi verið langt undir mörkum fyrir því að verk skuli send í opinber útboð. Björgvin Skúli vildi ekki tjá sig sjálfur um málið þegar Vísir náði af honum tali í dag. Engar þóknanir fyrir einstaka samninga Önnur raforkufyrirtæki sýndu áhuga á sambærilegu söluferli eftir tilraunaverkefni Landsvirkjunar og Vonarskarðs síðasta haust, að því er segir í yfirlýsingu Landsvirkjunar. Þá hafi verið ljóst að verkefnið gæti ekki verið á hendi Landsvirkjunar. Leitað hafi verið til Elmu, nýstofnaðs dóttufélags Landsnets sem á að setja á fót og reka heildsölumarkað með rafmagn, en fyrirtækið hafi ekki haft áhuga á að taka við söluferlinu. Þá hafi Björgvin Skúli ákveðið að þróa nýtt söluferli með öllum fyrirtækjunum á markaði að eigin frumkvæði. Landsvirkjun segir það söluferli sem fór fram í maí alfarið á vegum Vonarskarðs. Greiðsla fyrir þátttöku í ferlinu hafi verið í samræmi við gjaldskrá Vonarskarðs. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar fékk Vonarskarð engar þóknanir fyrir einstaka samninga sem voru gerðar í söluferlinu. Hlutverk Vonarskarðs hafi verið að taka á móti seljendum og kaupendum og tengja þá saman. Þóknunin sem ráðgjafarfyrirtækið fékk hafi verið langt undir einu prósenti af viðskiptunum sem áttu sér stað. Þá séu engir samningar við Vonarskarð til staðar og Landsvirkjun hafi ekki skuldbundið sig til frekari þátttöku í söluferli af því tagi sem fór fram í síðasta mánuði. Orkustofnun hefur starfsemi Vonarskarðs ehf. til skoðunar og hvort að hún krefjist ákveðinna leyfa.Vísir/Vilhelm Ólíkt eiginlegum raforkuviðskiptum Raforkueftirlit Orkustofnunar átti fund með fulltrúa Vonarskarðs á föstudag í tengslum við könnun á því hvort að starfsemi félagsins sé þess eðlis að hún krefjist þess að raforkuviðskiptaleyfis sé aflað. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Orkustofnun að á sama tíma sé til skoðunar hvort að starfsemi Vonarskarðs krefjist þess að fyrirtækið hafi markaðsleyfi á grundvelli raforkulaga. Það sé höndum ráðherra að veita slíkt leyfi. Söluferlið sem Vonarskarð hafði frumkvæði að í vor er tilefni þess að Orkustofnun kannar hvort að félagið þurfi á leyfunum að halda. „Starfsemin er ólík eiginlegum raforkuviðskiptum þar sem Vonarskarð er ekki aðili að samningum um sölu raforku heldur hefur Vonarskarð starfað sem milliliður um sölu á raforku. Starfsemin hefur hins vegar breyst og því er verið að skoða hvort eðlilegt sé að leyfa sé aflað á grundvelli 18. gr. a raforkulaga. Þá þarf að vera ljóst að um skipulegan markað sé að ræða. Raforkueftirlit er að kanna hvort starfsemin falli undir þá skilgreiningu í ljósi umfangsmeiri starfsemi Vonarskarðs,“ segir í svari Orkustofnunar. Lögfræðistofan Lex komst að þeirri niðurstöðu í áliti sem það vann fyrir Vonarskarð að ólíklegt væri að söluferlið teldist skipulegur markaður í skilningi laga og að fyrirtækið stundaði alls ekki raforkuviðskipti.
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira