Belfodil var handtekinn á heimili foreldra sinna í París á sunnudaginn. Lögregla var kölluð til eftir að systir hans hringdi og sakaði Belfodil um að hafa reynt að kyrkja sig. Hún var með för á hálsinum og skrámur á höndunum.
Belfodil var settur í varðhald og yfirheyrður af lögreglunni. Ekki liggur enn fyrir hver næstu skref í málinu verða en systirinn hefur ekki enn kært Belfodil.
Hinn 31 árs Belfodil leikur núna með Al-Gharafa í Katar. Hann hefur farið víða á ferlinum og lék meðal annars með Inter tímabilið 2013-14.
Meðal annarra félaga sem Belfodil hefur leikið með eru Parma, Werder Bremen, Hertha Berlin og Lyon.