Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 11:01 Robert Hanssen (í grænu) á teikningu úr dómsal þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir njósnir árið 2002. AP/William Hennessy yngri Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann. Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann.
Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira