„Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 11:31 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu af 25 mörkum sínum fyrir Ísland. Hann er einu marki frá því að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide bindur vonir við það að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur í íslenska landsliðið þegar fram líða stundir. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því að hann var handtekinn sumarið 2021, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann er laus allra mála eftir að lögregla í Manchester lýsti því yfir í apríl að ekki væri tilefni til ákæru. Hareide tók við sem landsliðsþjálfari sama dag og yfirlýsing lögreglunnar barst. Hann ræddi fljótlega eftir það við Gylfa en talaði ekkert við hann í aðdraganda þess að Norðmaðurinn tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp, fyrir leiki við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. En telur hann að Gylfi muni snúa aftur í landsliðið síðar? „Ég get bara vonað. Ég veit ekki. Ég hef ekki talað við hann undanfarið, bara síðast þegar ég var á Íslandi. Það var gott spjall. Vonandi komum við honum [Gylfa] aftur út á völlinn, með alla sína reynslu og hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, og hélt áfram: „Við þurfum á öllum að halda. Þessir 25 menn sem ég valdi eru góðir leikmenn en við þurfum að stækka hópinn af góðum leikmönnum enn meira. Það eru Íslendingar víða á meginlandinu að spila og vonandi þróast þeir áfram, sem og menn úr U21- og U19-landsliðinu sem fær núna góða reynslu af því að spila á EM. Íslenskur fótbolti mun þróast og það er mikilvægt. Mikilvægast er að vinna leiki en þar á eftir er mikilvægast að fá fleiri leikmenn til að velja úr. Það er munurinn á Íslandi og mörgum öðrum þjóðum sem hafa fleiri leikmenn í boði. En allt er mögulegt eins og Ísland hefur sýnt, og af hverju ekki að gera það aftur?“ sagði Hareide. Gylfi, sem verður 34 ára í september, á að baki 78 A-landsleiki. Hann skoraði í þeim 25 mörk og er einu marki frá markametinu sem Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson deila.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Segir Albert hæfileikaríkasta leikmann landsliðsins Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé líklegasti hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska fótboltalandsliðinu. 6. júní 2023 11:12